Sjáið hér manninn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. september 2007 05:45 Kannski var Jón Gnarr að leggja nafn Guðs við - uuu - síma í margumræddri auglýsingu um nýja gerð af þessum apparötum sem oft hafa þótt bjánaleg hjá Íslendingum eins og þeir þurfa nú á þeim að halda í fásinninu og einangruninni - alveg frá því að bændur riðu til Reykjavíkur að mótmæla lagningu símans í upphafi 20. aldar og til þess þegar farsímar urðu að tákni um uppskafningshátt undir lok aldarinnar. Viðbrögð biskups og hans fólks eru skiljanleg: að gangur píslasögunnar hefði orðið annar ef Jesús hefði verið með farsíma? Heyr á endemi! Biskupsmenn hafa maldað í móinn og kveinkað sér en mildilega í raun: enginn þeirra hefur haft á orði að höfundur sé að brjóta boðorðið um að ekki skuli leggja nafn Guðs við hégóma - hvað þá að þeir hafi kallað yfir hann bannfæringu, eld eða brennistein. Það er nefnilega langur vegur frá Kómeiní til herra Kalla. Sannlega segi ég þér... Auðvitað veit Jón Gnarr fullvel hversu fáránleg hugmyndin er að baki auglýsingunni. Eins og þeir þekkja sem hlustað hafa á hann í Tvíhöfða eða fylgst með öðrum verkum hans þá hefur hann sem listamaður unnið markvisst í gegnum tíðina með fáránlegar hugmyndir, gert hið venjulega absúrd og öfugt, dansað á mörkum snilldar og dellu: og verið fyndinn. Það er vert að gefa gaum að því sem Jón hefur sjálfur sagt um þessa auglýsingu: hann segist notfæra sér eiginleika þessara nýju síma til að varpa ljósi á eiginleika Krists. Og sjá: auðvitað þurfti Kristur engar svona mannlegar græjur til að vita allt um brallið í Júdasi. Með öðrum orðum: auglýsingin sýnir okkur ófullkomleika mannsins andspænis hinum fullkomna. Og hversu nýja græjan sem við erum svo barnalega stolt af er léttvæg andspænis sjálfum Frelsaranum. Þetta er sterk og einföld uppstilling. Rétt eins og auglýsingarnar um Lýð Oddsson sem Jón Gnarr hefur unnið með Þorsteini Guðmundssyni og sýna okkur bókstaflega hvernig margur verði að aurum api: venjulegur maður verður fyrir þeirri ógæfu að vinna í lottóinu og tapar sjálfum sér gersamlega í græjum og einskisverðu bauki: Lýður Oddsson er áhrifamesta táknmynd nýju íslensku auðmannanna sem enn hefur verið gerð. Yfirleitt er það svo í auglýsingum að eiginleikar eftirsóknarverðra gilda og kennda eru notaðir til að varpa ljóma á tiltekna neysluvöru til þess að láta okkur kaupa hana. Jón Gnarr snýr þessu við; hann notar eiginleika vörunnar til að varpa ljóma á hið raunverulega eftirsóknarverða. Og gerir það með því að fara út í fáránlegar öfgar: að við getum orðið eins og Jesús Kristur ef við kaupum okkur einhvern gemsa... Á tímum Leondardo da Vinci, sem Jón Gnarr vísar einmitt til í auglýsingu sinni, störfuðu listamenn í þjónustu kirkjunnar við að útbreiða hugmyndafræði sem þeir aðhylltust misjafnlega. Margar sögur eru til um togstreitu bæði Leonardos og Michelangelos við Kirkjuna, og leiðir þeirra til að lauma persónulegri sýn og jafnvel skilaboðum inn í stranglega niðurnjörvaða listina. Á okkar dögum ríkir almenn velvild í garð Guðs og Jesú en hin raunverulega tignun er á Mammoni: einhver sterkasti vitnisburður sem við höfum fengið að sjá um það er Húsasmiðjuauglýsingin þar sem gospelkór Fíladelfíusafnaðarins hoppar um í trúarhita og áköfu ákalli til Húsasmiðjunnar – eða er það Mammons? Manni verður að minnsta kosti hugsað til dansins kringum gullkálfinn. Listamenn sem fyrrum voru í þjónustu kirkju við að útbreiða ríkjandi hugmyndafræði eru nú á dögum á auglýsingastofunum við að breiða út fagnaðarerindi neysluhyggjunnar: sjá allt þetta munt þú fá ef þú ferð út í búð og kaupir mig. En auglýsing er aldrei bara um þá vöru sem hún auglýsir: Zeroátak Kóka-kóla þóttist snúast um drykkinn – en í raun og veru var verið að markaðssetja kvenhatur. Og svo framvegis. Hugmyndirnar sem auglýsingarnar boða undir rós eru stundum verulega andstyggilegar en oftast hversdagslegar og jafnvel raunalegar, eins og sýklaauglýsingarnar um konur sem sífellt eru að mæna ofan í klósettin hjá sér. En í símaauglýsingunni er undirtextinn eindregnari en yfirleitt gerist. Þar erum við neydd til þess í miðju neysluæðinu og eignakapphlaupinu að minnast Manns-sonarins sem sagði: „Hvað stoðar það manninn, að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni“ (Markús 8:36-37). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Kannski var Jón Gnarr að leggja nafn Guðs við - uuu - síma í margumræddri auglýsingu um nýja gerð af þessum apparötum sem oft hafa þótt bjánaleg hjá Íslendingum eins og þeir þurfa nú á þeim að halda í fásinninu og einangruninni - alveg frá því að bændur riðu til Reykjavíkur að mótmæla lagningu símans í upphafi 20. aldar og til þess þegar farsímar urðu að tákni um uppskafningshátt undir lok aldarinnar. Viðbrögð biskups og hans fólks eru skiljanleg: að gangur píslasögunnar hefði orðið annar ef Jesús hefði verið með farsíma? Heyr á endemi! Biskupsmenn hafa maldað í móinn og kveinkað sér en mildilega í raun: enginn þeirra hefur haft á orði að höfundur sé að brjóta boðorðið um að ekki skuli leggja nafn Guðs við hégóma - hvað þá að þeir hafi kallað yfir hann bannfæringu, eld eða brennistein. Það er nefnilega langur vegur frá Kómeiní til herra Kalla. Sannlega segi ég þér... Auðvitað veit Jón Gnarr fullvel hversu fáránleg hugmyndin er að baki auglýsingunni. Eins og þeir þekkja sem hlustað hafa á hann í Tvíhöfða eða fylgst með öðrum verkum hans þá hefur hann sem listamaður unnið markvisst í gegnum tíðina með fáránlegar hugmyndir, gert hið venjulega absúrd og öfugt, dansað á mörkum snilldar og dellu: og verið fyndinn. Það er vert að gefa gaum að því sem Jón hefur sjálfur sagt um þessa auglýsingu: hann segist notfæra sér eiginleika þessara nýju síma til að varpa ljósi á eiginleika Krists. Og sjá: auðvitað þurfti Kristur engar svona mannlegar græjur til að vita allt um brallið í Júdasi. Með öðrum orðum: auglýsingin sýnir okkur ófullkomleika mannsins andspænis hinum fullkomna. Og hversu nýja græjan sem við erum svo barnalega stolt af er léttvæg andspænis sjálfum Frelsaranum. Þetta er sterk og einföld uppstilling. Rétt eins og auglýsingarnar um Lýð Oddsson sem Jón Gnarr hefur unnið með Þorsteini Guðmundssyni og sýna okkur bókstaflega hvernig margur verði að aurum api: venjulegur maður verður fyrir þeirri ógæfu að vinna í lottóinu og tapar sjálfum sér gersamlega í græjum og einskisverðu bauki: Lýður Oddsson er áhrifamesta táknmynd nýju íslensku auðmannanna sem enn hefur verið gerð. Yfirleitt er það svo í auglýsingum að eiginleikar eftirsóknarverðra gilda og kennda eru notaðir til að varpa ljóma á tiltekna neysluvöru til þess að láta okkur kaupa hana. Jón Gnarr snýr þessu við; hann notar eiginleika vörunnar til að varpa ljóma á hið raunverulega eftirsóknarverða. Og gerir það með því að fara út í fáránlegar öfgar: að við getum orðið eins og Jesús Kristur ef við kaupum okkur einhvern gemsa... Á tímum Leondardo da Vinci, sem Jón Gnarr vísar einmitt til í auglýsingu sinni, störfuðu listamenn í þjónustu kirkjunnar við að útbreiða hugmyndafræði sem þeir aðhylltust misjafnlega. Margar sögur eru til um togstreitu bæði Leonardos og Michelangelos við Kirkjuna, og leiðir þeirra til að lauma persónulegri sýn og jafnvel skilaboðum inn í stranglega niðurnjörvaða listina. Á okkar dögum ríkir almenn velvild í garð Guðs og Jesú en hin raunverulega tignun er á Mammoni: einhver sterkasti vitnisburður sem við höfum fengið að sjá um það er Húsasmiðjuauglýsingin þar sem gospelkór Fíladelfíusafnaðarins hoppar um í trúarhita og áköfu ákalli til Húsasmiðjunnar – eða er það Mammons? Manni verður að minnsta kosti hugsað til dansins kringum gullkálfinn. Listamenn sem fyrrum voru í þjónustu kirkju við að útbreiða ríkjandi hugmyndafræði eru nú á dögum á auglýsingastofunum við að breiða út fagnaðarerindi neysluhyggjunnar: sjá allt þetta munt þú fá ef þú ferð út í búð og kaupir mig. En auglýsing er aldrei bara um þá vöru sem hún auglýsir: Zeroátak Kóka-kóla þóttist snúast um drykkinn – en í raun og veru var verið að markaðssetja kvenhatur. Og svo framvegis. Hugmyndirnar sem auglýsingarnar boða undir rós eru stundum verulega andstyggilegar en oftast hversdagslegar og jafnvel raunalegar, eins og sýklaauglýsingarnar um konur sem sífellt eru að mæna ofan í klósettin hjá sér. En í símaauglýsingunni er undirtextinn eindregnari en yfirleitt gerist. Þar erum við neydd til þess í miðju neysluæðinu og eignakapphlaupinu að minnast Manns-sonarins sem sagði: „Hvað stoðar það manninn, að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni“ (Markús 8:36-37).
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun