Leikjavísir

10 reknir vegna vatnsdrykkjukeppni

Of mikið vatn getur valdið dauða.
Of mikið vatn getur valdið dauða.

Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð.

Keppnin fólst í því að fólk átti að drekka eins mikið vatn og það gæti, án þess að fara á klósettið. Einn keppendanna var Jennifer Strange, 28 ára gömul þriggja barna móðir. Hún mun hafa verið búin að drekka sex og hálfan lítra, að minnsta kosti, þegar hún fékk mikinn höfuðverk og hætti keppni. Hún fannst látin heima hjá sér síðar um daginn.

Banamein hennar reyndist vatnseitrun. Á fyrrnefndri upptöku má heyra að hlustandi hringdi í útvarpsstöðina og varaði við því að of mikil vatnsdrykkja gæti verið lífshættuleg. Einn þáttastjórnandinn segir að þeir viti það, og annar grínast með yfirlýsingu sem fólkið undirritaði, sem firrti stöðina ábyrgð. Verðlaunin í keppninni voru Nintendo leikjatölva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.