Sport

Vélhjól reka á fjörur í Englandi

Skipið sem vélhjólin hafa verið að falla frá borði.
Skipið sem vélhjólin hafa verið að falla frá borði. MYND/Icemoto.com
Fólk hefur flykkst á strendur í Branscombe í Englandi í dag og hefur farið þar um ruplandi því sem rekið hefur í land frá flutningaskipinu MSC Napoli, sem strandaði við Englandsstrendur í síðustu viku. Meðal þess sem fólk hefur haft á brott með sér eru BMW-vélhjól.

Bæði heimamenn og utankomandi voru mætt fyrir dögun í morgun og hafa jafnvel sumir komið á dráttarvélum til að taka sem mest úr fjörunni.

Lögin banna stuldur af þessu tagi og segir í lögum að "Þeir sem fundið hafa verðmæti sem rekið hefur í land, eiga að tilkynna eigendum um fundinn með þar til gerðu eyðublaði svo eigandinn eigi þann möguleika að krefjast að fá eigur sínar til baka. Ekki er vitað um að fólkið hafi gert það, ekki enn að minnsta kosti. Svo ef fólk er óheiðarlegt og langar í BMW-mótorhjól er best að drífa sig út áður en þau verða "uppseld".

Heimild: www.icemoto.com




Fleiri fréttir

Sjá meira


×