Nú þegar Ricky Carmichael er ekki lengur með í stigabaráttunni í supercrossinu þá er má segja að James Stewart hafi engan til að leika við. Yfirburðir Stewarts eru það miklir að fyrsta sætið er eiginlega upptekið sem eftir er af tímabilinu. Chad Reed er þó að ná upp hraða eftir meiðsl á öxl og mun hann vonandi koma til með að sýna Stewart afturdekkið hjá sér í lok tímabilsins. Í minni flokknum er svipað upp á teningnum þar sem Kawasaki ökumaðurinn ungi Ryan Villopoto sýnir álika yfirburði og Stewart,þ.e.a.s hann á sitt fyrsta sæti og virðist sem enginn geti tekið það af honum eftir að Christophe Pourcel meiddist og er frá. Úrslit síðsut keppni urðu því þessi :
Stærri flokkur.
1. James Stewart - Kawasaki
2. Chad Reed - Yamaha
3. Nick Way - Honda
Minni flokkur:
1. Ryan Villopoto - Kawasaki
2. Jason Lawrance -Yamaha
3. Josh Hill - Yamaha
Næsta keppni verður í San Francisco 23 Janúar.