Viðskipti erlent

Ford skilaði mettapi í fyrra

Sportjeppi frá Ford.
Sportjeppi frá Ford.

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði tæplega 5,8 milljarða bandaríkjadala tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta svarar til tæplega 400 milljarða króna tapi á tímabilinu. Tap fyrirtækisins á árinu í heild nemur 12,7 milljörðum dala, rúmlega 875 milljörðum íslenskra króna. Síðasta ár var það versta í 103 ára sögu bílaframleiðandans.

Versta ár Ford fram til þess var árið 1992 þegar fyrirtækið skilaði 7,39 dala, rúmlega 509 milljarða króna, tapi.

Til samanburðar tapaði Ford á fjórða ársfjórðungi 2005 74 milljónum dala, eða 5,1 milljarði íslenskra króna.

Helsta ástæðan fyrir taprekstrinum er öllu minni sala á jeppum vegna hækkunar á eldsneytisverði og starfslokasamningar fyrirtækisins við mörg þúsund starfsmenn í fyrra í kjölfar endurskipulagningar á rekstri fyrirtækisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×