Bíó og sjónvarp

Little Miss Sunshine hlutskörpust

Forest Withaker tekur við verðlaununum
Forest Withaker tekur við verðlaununum Mynd - AP

Það var mikið um dýrðir í Los Angeles í gærkvöldi þegar Screen Actors Guild verðlaunin (SAG Awards) voru veitt í 13. sinn en það er bandalag leikara í Bandaríkjunum sem velur vinningshafana.

Helen Mirren var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt sem Elísabet II Bretadrottning í kvikmyndinni The Queen og Forest Withaker var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í The Last King of Scotland, en þar fer hann með hlutverk úganska einræðisherrans Idi Aminen. Bæði Helen og Forest eru einnig tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sín. Gamanleikarinn Eddie Murphy og Idolstjarnan Jennifer Hudson voru valin bestu aukaleikararnir fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni Dreamgirls en kvikmyndin Little Miss Sunshine var valin besta mynd hátíðarinnar en hún er einnig tilnefnd til Óskarsins. Það verður því fróðlegt að sjá hvort að vinningshafar SAG verðlaunanna verða jafn heppnir á Óskarsverðlaunahátíðinni en hún verður haldinn þann 25. febrúar næstkomandi.

Sjá nánar: http://www.sagawards.com/






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.