Köld slóð til Gautaborgar 31. janúar 2007 16:47 Elva Ósk og Þröstur Leó í hlutverkum sínum myndinni. Kvikmyndinni Kaldri slóð hefur verið boðið að taka þátt í "Nordic Film Market" sem er sölumarkaður innan Gautaborgar hátíðarinnar. Það eru einungis tuttugu myndum frá Norðurlöndunum boðin þáttaka á þessum lokaða markaði og því er þetta mikill fengur fyrir framleiðendur myndarinnar. Kaupendur og dreifendur kvikmynda um allan heim sækja þennan sölumarkað sem hefur vaxið mjög undanfarin ár. Í dag þykir Gautaborgarhátiðin sú stærasta á Norðurlöndunum. Sölufyrirtækið NonStop sales sér um kynningu myndarinnar á hátíðinni og verða tvær sýningar yfir helgina. Eftir það fer myndin á Berlínarhátíðina þar sem einnig verða tvær sölusýningar. Kvikmyndin Köld slóð fjallar um harðsvíraðan blaðamann sem lendir í mikilli hættu þegar hann rannsakar dularfullt dauðsfall á virkjunarsvæði á hálendi Íslands. Björn Br. Björnsson er leikstjóri myndarinnar en með helstu hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Anita Briem og Helgi Björnsson. Handrit skrifar Kristinn Þórðarson, sem einnig framleiðir ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni fyrir Sagafilm. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndinni Kaldri slóð hefur verið boðið að taka þátt í "Nordic Film Market" sem er sölumarkaður innan Gautaborgar hátíðarinnar. Það eru einungis tuttugu myndum frá Norðurlöndunum boðin þáttaka á þessum lokaða markaði og því er þetta mikill fengur fyrir framleiðendur myndarinnar. Kaupendur og dreifendur kvikmynda um allan heim sækja þennan sölumarkað sem hefur vaxið mjög undanfarin ár. Í dag þykir Gautaborgarhátiðin sú stærasta á Norðurlöndunum. Sölufyrirtækið NonStop sales sér um kynningu myndarinnar á hátíðinni og verða tvær sýningar yfir helgina. Eftir það fer myndin á Berlínarhátíðina þar sem einnig verða tvær sölusýningar. Kvikmyndin Köld slóð fjallar um harðsvíraðan blaðamann sem lendir í mikilli hættu þegar hann rannsakar dularfullt dauðsfall á virkjunarsvæði á hálendi Íslands. Björn Br. Björnsson er leikstjóri myndarinnar en með helstu hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Anita Briem og Helgi Björnsson. Handrit skrifar Kristinn Þórðarson, sem einnig framleiðir ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni fyrir Sagafilm.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira