Íslenska sérstaðan 31. janúar 2007 20:54 Menn eru mikið að dást að afkomutölum bankanna. Eitt af því sem er mært er hversu miklar skatttekjur koma frá þeim í ríkissjóð. Gott og vel. Hinn úttútnaði ríkissjóður er mælikvarði margra hluta í þessu landi. Geir Haarde nefnir alltaf ríkissjóð þegar hann heldur því fram að hér sé allt í blóma í efnahagslífinu - það sé níðsterkt eins og hann sagði um daginn. Nú má vel vera að mikið af ofurgróða bankanna komi frá útlöndum. En stór hluti kemur líka héðan, frá dvergþjóðinni. Að vissu leyti má segja að við búum við tvöfalda skattheimtu í þessu landi. Annars vegar er ríkið og sveitarfélögin. Hins vegar eru það bankarnir, verslunin og fyrirtækin með fáránlega hátt verð á öllu - fjármagni, vörum og þjónustu. Eðlileg álagning er eitt, okur annað. Hin síðarnefnda skattheimta er líkt og gjald sem við greiðum fyrir að vera Íslendingar, fyrir sérstöðu okkar. Eitt sinn sagði Steingrímur Hermannsson að á Íslandi ríktu ekki sömu hagfræðilögmál og annars staðar í heiminum. Það var hlegið ofboðslega yfir þessu. Hæst hlógu menn í Sjálfstæðisflokknum. Nú eru þetta eins og viðtekin vísindi í efnahagslífinu. Í skjóli þessa er hægt að velta ógurlegum byrðum yfir á fólkið í landinu. Menn borga og borga og aldrei lækka lánin. Mikið af þessu endar í vasa mannanna í teinóttu fötunum, eins og stóð á einhverri vefsíðunni. Eru menn vissir um að almenningur í landinu standi undir þessu - eða er þarna kannski skýringin á 53 stunda vinnuvikunni sem Guðmundur Ólafsson nefndi í viðtali við mig? Í viðskiptum er stundum talað um indecent profit - ósiðlegan gróða. Slíkan gróða er sjálfsagt hægt að hafa upp úr ýmsu, fíkniefnasölu til dæmis, rekstri spilavíta - en ekki síst upp úr okurlánastarfsemi. Bankarnir eiga fyrst og fremst að sjá sóma sinn í að lækka vexti. Bjóða betri kjör á húsnæðislánum. Hætta að hækka yfirdráttarvextina sífellt. Leggja niður mest af þjónustugjöldunum. Ef ekki hlýtur það að eiga við rök að styðjast sem menn hafa verið að segja undanfarnar vikur - einkavæðingin hefur mistekist. Tilgangur hennar var ekki að fáir gætu makað krókinn. Bankarnir þurfa heldur ekki að auglýsa svona mikið. Það þarf raunverulega samkeppni, ekki keppni um hver getur búið til dýrustu og bjánalegustu auglýsingarnar. Það hlýtur að vera borð fyrir báru með öllum þessum hagnaði. Svo vilja þeir sjálfsagt fara að gefa meira til samfélagsins. Glitnir lagði peninga í sjóð um daginn, en núllaði framtakið eiginlega út með því að halda rosastóra galaveislu næstum sama dag. Þetta varð að PR-fíaskói. Samkvæmt grein sem ég las á bloggsíðu um daginn er Björgólfur Thor Björgólfsson farinn að kalla sig philantropist á erlendri grund. Þetta þýðir mannvinur. Það er stórt orð Hákot. En menn verða þá að standa við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Menn eru mikið að dást að afkomutölum bankanna. Eitt af því sem er mært er hversu miklar skatttekjur koma frá þeim í ríkissjóð. Gott og vel. Hinn úttútnaði ríkissjóður er mælikvarði margra hluta í þessu landi. Geir Haarde nefnir alltaf ríkissjóð þegar hann heldur því fram að hér sé allt í blóma í efnahagslífinu - það sé níðsterkt eins og hann sagði um daginn. Nú má vel vera að mikið af ofurgróða bankanna komi frá útlöndum. En stór hluti kemur líka héðan, frá dvergþjóðinni. Að vissu leyti má segja að við búum við tvöfalda skattheimtu í þessu landi. Annars vegar er ríkið og sveitarfélögin. Hins vegar eru það bankarnir, verslunin og fyrirtækin með fáránlega hátt verð á öllu - fjármagni, vörum og þjónustu. Eðlileg álagning er eitt, okur annað. Hin síðarnefnda skattheimta er líkt og gjald sem við greiðum fyrir að vera Íslendingar, fyrir sérstöðu okkar. Eitt sinn sagði Steingrímur Hermannsson að á Íslandi ríktu ekki sömu hagfræðilögmál og annars staðar í heiminum. Það var hlegið ofboðslega yfir þessu. Hæst hlógu menn í Sjálfstæðisflokknum. Nú eru þetta eins og viðtekin vísindi í efnahagslífinu. Í skjóli þessa er hægt að velta ógurlegum byrðum yfir á fólkið í landinu. Menn borga og borga og aldrei lækka lánin. Mikið af þessu endar í vasa mannanna í teinóttu fötunum, eins og stóð á einhverri vefsíðunni. Eru menn vissir um að almenningur í landinu standi undir þessu - eða er þarna kannski skýringin á 53 stunda vinnuvikunni sem Guðmundur Ólafsson nefndi í viðtali við mig? Í viðskiptum er stundum talað um indecent profit - ósiðlegan gróða. Slíkan gróða er sjálfsagt hægt að hafa upp úr ýmsu, fíkniefnasölu til dæmis, rekstri spilavíta - en ekki síst upp úr okurlánastarfsemi. Bankarnir eiga fyrst og fremst að sjá sóma sinn í að lækka vexti. Bjóða betri kjör á húsnæðislánum. Hætta að hækka yfirdráttarvextina sífellt. Leggja niður mest af þjónustugjöldunum. Ef ekki hlýtur það að eiga við rök að styðjast sem menn hafa verið að segja undanfarnar vikur - einkavæðingin hefur mistekist. Tilgangur hennar var ekki að fáir gætu makað krókinn. Bankarnir þurfa heldur ekki að auglýsa svona mikið. Það þarf raunverulega samkeppni, ekki keppni um hver getur búið til dýrustu og bjánalegustu auglýsingarnar. Það hlýtur að vera borð fyrir báru með öllum þessum hagnaði. Svo vilja þeir sjálfsagt fara að gefa meira til samfélagsins. Glitnir lagði peninga í sjóð um daginn, en núllaði framtakið eiginlega út með því að halda rosastóra galaveislu næstum sama dag. Þetta varð að PR-fíaskói. Samkvæmt grein sem ég las á bloggsíðu um daginn er Björgólfur Thor Björgólfsson farinn að kalla sig philantropist á erlendri grund. Þetta þýðir mannvinur. Það er stórt orð Hákot. En menn verða þá að standa við það.