Ómar fær ekki að tala, Sólrún tekur á sig rögg, konur í pólitík 7. febrúar 2007 22:37 Ómar Ragnarsson mun ekki hafa fengið að ávarpa fund Framtíðarlandsins í kvöld. Hann taldist víst ekki fullgildur meðlimur. Samt hafði honum verið boðið fyrsta sætið á lista þess - ef af framboði yrði. Þrátt fyrir þetta lét Ómar rödd sína heyrast í fréttum þar sem hann sagðist vera á móti framboði Framtíðarlandsins. Lógíkin hjá karlinum er sú að Framtíðarlandið myndi með framboði sínu fremur höfða til vinstri en hægri - semsagt taka fylgi frá stjórnarandstöðuflokkunum. Nú virðist vera að bæði Samfylkingin og Vinstri grænir fari inn í kosningarnar með andstöðu við frekari stóriðjuframkvæmdir á stefnuskránni. Fulltrúar Samfylkingar og VG innan Framtíðarlandsins hafa barist með kjafti og klóm gegn því að af framboði verði. Ómar telur hins vegar að vanti framboð sem er hægra megin í pólitíkinni - til að gefa stóriðjuandstæðingum úr röðum kjósenda Sjálfstæðisflokksins einhvern valkost. Enn bendir ekkert til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist slá nokkuð af í uppbyggingu stóriðju. --- --- --- Ætlar Ingibjörg Sólrún loks að fara að taka á málum í flokki sínum? Yfirlýsing hennar um að fresta eigi stækkun álversins í Straumsvík og byggingu álvers við Húsavík er nauðsynleg til að stöðva strauminn úr flokknum og yfir til Vinstri grænna. Í þessu máli verður hún að gefa Kristjáni Möller og Lúðvíki Geirssyni langt nef. Þeir verða einfaldlega að fá að róa ef flokkurinn og stefnuskráin um Fagra Ísland á að hafa einhvern trúverðugleika Konurnar í Samfylkingunni virðast líka vera að vakna. Þær hafa horft upp á kvennafylgið streyma yfir til Vinstri grænna. Nú hefur hópur femínista úr Samfylkingunni opnað bloggsíðu undir nafninu Trúnó (vont nafn!) Þar er tekið til varna fyrir formann flokksins og birtar lofgreinar um hana. Var kannski kominn tími til að flokksmenn færu að fylkja sig um Sólrúnu. Ég er samt hugsi yfir því þegar sagt er að Ingibjörg Sólrún hafi sætt "aðför". Vissulega hefur hún mátt þola mótlæti - stundum er eins og hún megi ekki opna munninn án þess að það sé allt tætt í sundur af heiftúðugum andstæðingum. Hjá sumu fólki virðist hún vekja upp hreint hatur. En aðför er samt stórt orð og notkun þess ber að vissu leyti vott um veikleika. Ég man að framsóknarmenn höfðu þetta oft yfir um Halldór Ásgrímsson á tíma þegar allt var farið að snúast í höndunum á honum. Það reyndist þeim ekki vel. Líklega þarf Samfylkingin að tefla meira fram þungaviktarkonunum í flokknum. Ég nefni til dæmis Jóhönnu Sigurðardóttur og Margréti Frímannsdóttur. Og hvar er Steinunn Valdís Óskarsdóttir - er hún horfin? --- --- --- Kannski er það samt eitthvað til í því sem sagt er að konur þurfi að sæta annars konar meðferð en karlar í pólitík. Í dag las ég frétt um Segolène Royal forsetaframbjóðanda í Frakklandi. Þar var sagt að hún þætti "köld og eigingjörn". Hvenær yrði sagt um karl í stjórnmálum að hann sé "kaldur og eigingjarn"? Þykir það ekki bara sjálfsagt mál? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ómar Ragnarsson mun ekki hafa fengið að ávarpa fund Framtíðarlandsins í kvöld. Hann taldist víst ekki fullgildur meðlimur. Samt hafði honum verið boðið fyrsta sætið á lista þess - ef af framboði yrði. Þrátt fyrir þetta lét Ómar rödd sína heyrast í fréttum þar sem hann sagðist vera á móti framboði Framtíðarlandsins. Lógíkin hjá karlinum er sú að Framtíðarlandið myndi með framboði sínu fremur höfða til vinstri en hægri - semsagt taka fylgi frá stjórnarandstöðuflokkunum. Nú virðist vera að bæði Samfylkingin og Vinstri grænir fari inn í kosningarnar með andstöðu við frekari stóriðjuframkvæmdir á stefnuskránni. Fulltrúar Samfylkingar og VG innan Framtíðarlandsins hafa barist með kjafti og klóm gegn því að af framboði verði. Ómar telur hins vegar að vanti framboð sem er hægra megin í pólitíkinni - til að gefa stóriðjuandstæðingum úr röðum kjósenda Sjálfstæðisflokksins einhvern valkost. Enn bendir ekkert til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist slá nokkuð af í uppbyggingu stóriðju. --- --- --- Ætlar Ingibjörg Sólrún loks að fara að taka á málum í flokki sínum? Yfirlýsing hennar um að fresta eigi stækkun álversins í Straumsvík og byggingu álvers við Húsavík er nauðsynleg til að stöðva strauminn úr flokknum og yfir til Vinstri grænna. Í þessu máli verður hún að gefa Kristjáni Möller og Lúðvíki Geirssyni langt nef. Þeir verða einfaldlega að fá að róa ef flokkurinn og stefnuskráin um Fagra Ísland á að hafa einhvern trúverðugleika Konurnar í Samfylkingunni virðast líka vera að vakna. Þær hafa horft upp á kvennafylgið streyma yfir til Vinstri grænna. Nú hefur hópur femínista úr Samfylkingunni opnað bloggsíðu undir nafninu Trúnó (vont nafn!) Þar er tekið til varna fyrir formann flokksins og birtar lofgreinar um hana. Var kannski kominn tími til að flokksmenn færu að fylkja sig um Sólrúnu. Ég er samt hugsi yfir því þegar sagt er að Ingibjörg Sólrún hafi sætt "aðför". Vissulega hefur hún mátt þola mótlæti - stundum er eins og hún megi ekki opna munninn án þess að það sé allt tætt í sundur af heiftúðugum andstæðingum. Hjá sumu fólki virðist hún vekja upp hreint hatur. En aðför er samt stórt orð og notkun þess ber að vissu leyti vott um veikleika. Ég man að framsóknarmenn höfðu þetta oft yfir um Halldór Ásgrímsson á tíma þegar allt var farið að snúast í höndunum á honum. Það reyndist þeim ekki vel. Líklega þarf Samfylkingin að tefla meira fram þungaviktarkonunum í flokknum. Ég nefni til dæmis Jóhönnu Sigurðardóttur og Margréti Frímannsdóttur. Og hvar er Steinunn Valdís Óskarsdóttir - er hún horfin? --- --- --- Kannski er það samt eitthvað til í því sem sagt er að konur þurfi að sæta annars konar meðferð en karlar í pólitík. Í dag las ég frétt um Segolène Royal forsetaframbjóðanda í Frakklandi. Þar var sagt að hún þætti "köld og eigingjörn". Hvenær yrði sagt um karl í stjórnmálum að hann sé "kaldur og eigingjarn"? Þykir það ekki bara sjálfsagt mál?
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun