Viðskipti erlent

Stóri bróðir til sölu

Hollenska fyrirtækið Endemol, fyrirtækið sem framleiðir hina geysivinsælu raunveruleikaþætti Big Brother og Fear-Factor, verður sett í formlegt söluferli á næstu dögum.

Eigandi Endemol er spænska fjarskiptafyrirtækið Telefonica og hefur það fengil fjárfestingabankann Merrill Lynch til ráðleggingar um söluna.

Telefonica keypti Endemol árið 2000 og greiddi jafnvirði tæpra 500 milljarða króna fyrir félagið. Helsta ástæðan fyrir sölunni mun vera sú, að Endemol samræmist ekki öðrum rekstri fyrirtækisins.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja orðróm vera uppi um að News Corp., félag í eigu fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, og bandaríski afþreyingarisinn Disney hafi áhuga á Endemol. Talsmenn beggja fyrirtækja hafa hins vegar vísað orðrómi um slíkt á bug.

Greinendur vestra segja hins vegar að mestar líkur séu á að fjárfestingarsjóðir muni kaupa fyrirtækið ásamt John de Mol, einum af stofnendum Endemol.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×