Handbolti

Íslendingarnir létu fara hægt um sig

Logi Geirsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo í dag.
Logi Geirsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo í dag.

Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu sitt markið hvor þegar lið þeirra Lemgo sigraði Düsseldorf örugglega í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 35-25. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað hjá Minden í 30-25 tapi liðsins gegn Göppingen. Alls fóru fjórir leikir fram í Þýskalandi í dag.

Í stórleik dagins skildu Kiel og Hamburg jöfn, 33-33. Nikola Karibatic skoraði mest hjá Kiel, eða níu mörk, en hjá Hamburg átti Pascal Hens stórleik og skoraði 11 mörk. Kiel er með 32 stig í öðru sæti deildarinnar en Hamburg er í því fjórða með 30 stig.

Flensburg komst á topp deildarinnar með 27-23 útisigri á Melsungen. Danski hornarmaðurinn Lars Christiansen skoraði 10 mörk fyrir Flensburg, sem er á toppnum með 33 stig.

Lemgo er í sjöunda sæti deildarinnar með 23 stig en Snorri Steinn og félagar hjá Minden eru áfram í fallbaráttu, með 10 stig í 12. sæti. Markahæstur hjá Lemgo í dag var Tékkinn Pilip Jicha með níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×