Vel mannað Silfur 10. febrúar 2007 19:03 Geir H. Haarde forsætisráðherra verður sérstakur gestur í Silfri Egils á morgun. Þátturinn er einstaklega vel mannaður en af öðrum gestum má nefna hinn óljúgfróða bóksala, Braga Kristjónsson, sem rýnir í stjórnmálin með sínu einstaka lagi. Á vettvangi dagsins sitja að þessu sinni Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottning og frambjóðandi Vinstri grænna, Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og Bjarni Harðarsson, blaðamaður, bóksali og frambjóðandi hjá Framsóknarflokki. Þátturinn hefst á leiðara dagsins sem að þessu sinni fjallar um nýstárlega stéttabaráttu. Silfrið er sýnt á Stöð 2, í óruglaðri dagskrá, og hefst klukkan 12.25 að loknum hádegisfréttum. Einnig má horfa á það hér á Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Geir H. Haarde forsætisráðherra verður sérstakur gestur í Silfri Egils á morgun. Þátturinn er einstaklega vel mannaður en af öðrum gestum má nefna hinn óljúgfróða bóksala, Braga Kristjónsson, sem rýnir í stjórnmálin með sínu einstaka lagi. Á vettvangi dagsins sitja að þessu sinni Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottning og frambjóðandi Vinstri grænna, Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og Bjarni Harðarsson, blaðamaður, bóksali og frambjóðandi hjá Framsóknarflokki. Þátturinn hefst á leiðara dagsins sem að þessu sinni fjallar um nýstárlega stéttabaráttu. Silfrið er sýnt á Stöð 2, í óruglaðri dagskrá, og hefst klukkan 12.25 að loknum hádegisfréttum. Einnig má horfa á það hér á Veftívíinu.