Handbolti

Flensburg burstaði Barcelona

Flensburg er í mjög góðri stöðu eftir að hafa burstað Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöldi. Flensburg vann 10 marka sigur, 31-21, og er ljóst að spænska liðið þarf á algjörum toppleik að halda í síðari leiknum eftir viku ef það á ekki að falla úr keppni.

Leikurinn í gærkvöldi var í járnum framan ef en rétt fyrir hálfleik skildu leiðir og Flensburg náði undirtökunum. Þýska liðið leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 13-10, og þegar í síðari hálfleik var komið valtaði það yfir gestina frá Spáni með því að spila frábæra vörn og fjölbreyttan sóknarleik.

Danski hornarmaðurinn Lars Christiansen skoraði 13 mörk fyrir Flensburg, þar af fimm úr vítaköstum, en Martin Lijewski skoraði fimm mörk. Hjá Hjá Barcelona var ungverski risinn Laslo Nagy atkvæðamestur með 5 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×