Handbolti

Jafntefli hjá Val og Haukum í Laugardalshöllinni

Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk fyrir Val í dag.
Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk fyrir Val í dag.

Valur og Haukar skildu jöfn, 27-27, í leik liðanna í DHL-deild karla í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. Valsmenn mega vera ánægðir með að hafa hlotið annað stigið í leiknum en Haukar höfðu lengst af 3-4 marka forystu í síðari hálfleik. Valur er með 21 stig á toppi deildarinnar en HK, sem er í öðru sæti með 19 stig, á leik til góða gegn Akureyri á morgun.

Markús Máni Michaelsson var markahæstur Valsmanna með sjö mörk, Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur og þeir Ingavar Árnason, Elvar Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson voru allir með þrjú mörk.Ólafur Haukur Gíslason varði 21 skot í markinu og var besti maður liðsins. Hjá Haukum voru Kári Kristján Kristjánsson og Arnar Pétursson með sex mörk hvor en markmenn liðsins vörðu samtals 13 skot.

Haukar eru í fimmta sæti deildarinnar eftir jafnteflið með 13 stig og sigla lygnan sjó um miðja deild.

Í DHL-deild kvenna sigraði Grótta lið Akureyri örugglega, 32-22, og HK lagði Fram af velli, 30-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×