Glíma Sæmundar og kölska 14. mars 2007 06:00 Flestir kannast við sögurnar af Sæmundi fróða og glímu hans við sjálfan fjandann. Nú lifna þjóðsögurnar við í Möguleikhúsinu sem frumsýnir nýtt leikrit um kappann í kvöld. Sæmundur fór til náms í Svartaskóla þar sem kölski sjálfur réð ríkjum. Með klókindum tókst hinum fróða að sleppa úr klóm lærimeistarans og hrökk þá upp úr honum máltækið „þar skall hurð nærri hælum" þegar rammgerð skólahurðin skelltist á eftir honum og skrattinn varð eftir inni. Eftir þá uppákomu var Kölski sífellt á hæla Sæmundi og eru til af því ótal sögur hvernig galdramaðurinn sneri á hinn síðarnefnda enda reyndi þar mjög á klókindi og dirfsku hans. Höfundur leikritsins er Pétur Eggerz en hann leikur einnig í sýningunni ásamt Öldu Arnardóttur og Bjarna Ingvarssyni. Pétur hefur samið fjölda leikverka fyrir Möguleikhúsið, þar á meðal jólaleikritið sívinsæla Smiður jólasveinanna og leikrit um umferðarálfinn Mókoll. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson, tónlist og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson og leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. Sýningin er ætluð áhorfendum frá átta ára aldri, en auk þess að vera sýnd í Möguleikhúsinu er sýningin ferðasýning sem sýnd verður í skólum. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 en sýnt er í húsnæði Möguleikhússins við Hlemm. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Flestir kannast við sögurnar af Sæmundi fróða og glímu hans við sjálfan fjandann. Nú lifna þjóðsögurnar við í Möguleikhúsinu sem frumsýnir nýtt leikrit um kappann í kvöld. Sæmundur fór til náms í Svartaskóla þar sem kölski sjálfur réð ríkjum. Með klókindum tókst hinum fróða að sleppa úr klóm lærimeistarans og hrökk þá upp úr honum máltækið „þar skall hurð nærri hælum" þegar rammgerð skólahurðin skelltist á eftir honum og skrattinn varð eftir inni. Eftir þá uppákomu var Kölski sífellt á hæla Sæmundi og eru til af því ótal sögur hvernig galdramaðurinn sneri á hinn síðarnefnda enda reyndi þar mjög á klókindi og dirfsku hans. Höfundur leikritsins er Pétur Eggerz en hann leikur einnig í sýningunni ásamt Öldu Arnardóttur og Bjarna Ingvarssyni. Pétur hefur samið fjölda leikverka fyrir Möguleikhúsið, þar á meðal jólaleikritið sívinsæla Smiður jólasveinanna og leikrit um umferðarálfinn Mókoll. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson, tónlist og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson og leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. Sýningin er ætluð áhorfendum frá átta ára aldri, en auk þess að vera sýnd í Möguleikhúsinu er sýningin ferðasýning sem sýnd verður í skólum. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 en sýnt er í húsnæði Möguleikhússins við Hlemm.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein