Sport

Styrkir til VÍK

Grafan sem Hekla lánaði til framkvæmda er hin glæsilegasta og nýtist mjög vel.
Grafan sem Hekla lánaði til framkvæmda er hin glæsilegasta og nýtist mjög vel. MYND/Motocross.is

Í nokkuð mörg ár hefur VÍK (Vélhjólaíþróttaklúbburinn) reynt að fá styrki frá hinum ýmsu sjóðum á vegum ríkisins, yfirleitt hefur það gengið mjög ílla og ekki eyri að fá. Þó svo að þetta sport er orðið mjög stórt er þetta bara ein stór neitun. Það eru hinsvegar einkarekin fyrirtæki sem hafa verið að styrkja klúbbinn sem mest, þar má meðal annars nefna framkvæmdir á Bolöldusvæðinu þar sem fyrirtæki útum allt land sem styrktu okkur mjög mikið við að koma upp almennilegri aðstöðu fyrir okkur félagsmenn. Þar má meðal annars nefna Íslenska Aðalverktaka sem gáfu okkur mjög fínt hús, Mest fyrir steypuvinnu o.fl., Píparagengið o.svf.

Starsmaður VÍK er á fullu að vinna í motocrossbrautinni á Álfsnesi, þar sem hann er að grafa stóra vatnsskurði, breyta brautinni og hækka hana. Að þessu sinni var það bifreiðaumboðið Hekla sem lánaði okkur stóra og öfluga beltavél svo hægt sé að vinna í brautinni í staðin fyrir auglýsingu á svæðinu. Já fólki þykir það ábyggilega mjög skrítið að einkarekin fyrirtæki séu að styrkja íþróttafélag mun meira heldur en ríkið gerir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×