VG, anarkisminn, Hjálpræðisherinn og íslenska krónan 6. mars 2007 17:34 Hvar er anarkisminn í VG? Þessa spurningu sá ég einhvers staðar. Svarið er - það er mjög djúpt á honum, þrátt fyrir að gamlir byltingarsinnar á borð við Birnu Þórðar og Ragnar skjálfta sitji í flokksráðinu. Einn þeirra sem tekur fagnandi hugmyndum Steingríms J. Sigfússonar um netlögreglu er sjálfur lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Stefán Eiríksson. Þetta kemur fram í viðtali við lögreglustjórann sem birtist á Deigluvefnum. Í því sambandi má rifja upp að Stefán stjórnaði aðgerðum þegar Falun Gong hópurinn var kveðinn í kútinn hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Frá femínistum kemur svo mjög púrítanskur straumur inn í VG. Þetta snýst aðallega um að bjarga föllnum konum frá ógæfu og að kveða niður hið illa sem býr í körlum. Svona er alls ekki nýtt af nálinni. Nú eru það femínistar sem eru boðberar þessarar frelsunar. Framan af á tuttugustu öldinni var það Hjálpræðisherinn. --- --- --- "Þetta sýnir hvað það getur farið illa með menn að alast upp í einangruðu lútersku samfélagi við heimskautsbaug," sagði vinur minn einn eftir að hann hafði lesið athugasemdir eftir herskáa trúleysingja hér á vefnum. Þessi flokkur manna kemur víða við - heldur meðal annars úti vef sem heitir Vantrú - og fólk með þessar skoðanir reynir líka að hasla sér völl innan stjórnmálaflokka, nú síðast í Vinstri grænum. Af frásögnum af landsfundi Vinstri grænna að dæma hefur það ekki tekist mjög vel. Kemur kannski ekki á óvart því að sumu leyti eru Vinstri grænir íhaldssamasti stjórnmálaflokkur Íslands. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju fékk ekki framgang á landsfundinum. Þar lentu trúleysingjarnir í fangbrögðum við Húnvetninginn og skákmanninn frækna, Jón Torfason, en hann segir svo frá atburðum í greinarkorni á vef Ögmundar Jónassonar:"En í umræðum um þessa afgreiðslu, sem formaður og varaformaður ungra vinstri grænna höfðu borið fram, kom hver af öðrum úr þeim myndarlega hópi ungs fólks sem sat landsfundinn upp í pontu með yfirlýsingar um að þessi afgreiðsla væri nánast mannréttindabrot. Því var lýst yfir að flokkurinn væri að mismuna fólki og vinna gegn trúfrelsi o.s.frv. Þessar miklu yfirlýsingar um meint dæmafátt óréttlæti fannst mér satt að segja út úr öllu korti og urðu tilefni hugleiðinga minna, um að unga fólkið mætti leita sér að þarfara hugsjónamáli að berjast fyrir en trúfrelsi, frelsi sem var fært í lög fyrir nærri hálfri annarri öld. Loks má minna þá á, sem eru þjakaðir af trúarfjötrum þeim sem þjóðkirkjan hefur lagt á hug þeirra, að til eru flokkar sem hafa aðskilnað ríkis og kirkju á stefnuskrá sinni, t.d. Frjálslyndi flokkurinn." --- --- --- Ég get ekki stillt mig um að benda á grein sem ég var að lesa á vefnum áðan. Hún er afskaplega lærð, svo massíf að ég er ekki búinn að melta nema helminginn sem stendur í henni. Höfundurinn er Ívar Pálsson sem var ári á undan mér í skóla vestur í bæ. Það kemur málinu ekkert við - nema ég vissi ekki að hann hefði svo djúpan skilning á efnahagsmálum. Greinin hans Ívars byrjar svona:"Það gefur auga leið, að 400 milljarða skuldabréfaútgáfa erlendra banka í íslensku krónunni er ekki sú traustsyfirlýsing sem hún lítur út fyrir að vera, heldur misneyting á litlu hagkerfi sem sér sig tilneytt til þess að hækka vexti endalaust þar til fáir þora að taka áhættu með þann gjaldmiðil lengur. Ástæða þess að erlendir aðilar misnota krónuna á þennan hátt er aðallega sú, að þannig er hægt fá ofurháa skammtímavexti." Þið getið lesið áfram með því að smella hér. *Myndin með greininni er eftir Sigfús Eymundsson ljósmyndara og sýnir hvar Hjálpræðisherinn boðar fagnaðarerindið á Lækjartorgi árið 1903. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hvar er anarkisminn í VG? Þessa spurningu sá ég einhvers staðar. Svarið er - það er mjög djúpt á honum, þrátt fyrir að gamlir byltingarsinnar á borð við Birnu Þórðar og Ragnar skjálfta sitji í flokksráðinu. Einn þeirra sem tekur fagnandi hugmyndum Steingríms J. Sigfússonar um netlögreglu er sjálfur lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Stefán Eiríksson. Þetta kemur fram í viðtali við lögreglustjórann sem birtist á Deigluvefnum. Í því sambandi má rifja upp að Stefán stjórnaði aðgerðum þegar Falun Gong hópurinn var kveðinn í kútinn hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Frá femínistum kemur svo mjög púrítanskur straumur inn í VG. Þetta snýst aðallega um að bjarga föllnum konum frá ógæfu og að kveða niður hið illa sem býr í körlum. Svona er alls ekki nýtt af nálinni. Nú eru það femínistar sem eru boðberar þessarar frelsunar. Framan af á tuttugustu öldinni var það Hjálpræðisherinn. --- --- --- "Þetta sýnir hvað það getur farið illa með menn að alast upp í einangruðu lútersku samfélagi við heimskautsbaug," sagði vinur minn einn eftir að hann hafði lesið athugasemdir eftir herskáa trúleysingja hér á vefnum. Þessi flokkur manna kemur víða við - heldur meðal annars úti vef sem heitir Vantrú - og fólk með þessar skoðanir reynir líka að hasla sér völl innan stjórnmálaflokka, nú síðast í Vinstri grænum. Af frásögnum af landsfundi Vinstri grænna að dæma hefur það ekki tekist mjög vel. Kemur kannski ekki á óvart því að sumu leyti eru Vinstri grænir íhaldssamasti stjórnmálaflokkur Íslands. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju fékk ekki framgang á landsfundinum. Þar lentu trúleysingjarnir í fangbrögðum við Húnvetninginn og skákmanninn frækna, Jón Torfason, en hann segir svo frá atburðum í greinarkorni á vef Ögmundar Jónassonar:"En í umræðum um þessa afgreiðslu, sem formaður og varaformaður ungra vinstri grænna höfðu borið fram, kom hver af öðrum úr þeim myndarlega hópi ungs fólks sem sat landsfundinn upp í pontu með yfirlýsingar um að þessi afgreiðsla væri nánast mannréttindabrot. Því var lýst yfir að flokkurinn væri að mismuna fólki og vinna gegn trúfrelsi o.s.frv. Þessar miklu yfirlýsingar um meint dæmafátt óréttlæti fannst mér satt að segja út úr öllu korti og urðu tilefni hugleiðinga minna, um að unga fólkið mætti leita sér að þarfara hugsjónamáli að berjast fyrir en trúfrelsi, frelsi sem var fært í lög fyrir nærri hálfri annarri öld. Loks má minna þá á, sem eru þjakaðir af trúarfjötrum þeim sem þjóðkirkjan hefur lagt á hug þeirra, að til eru flokkar sem hafa aðskilnað ríkis og kirkju á stefnuskrá sinni, t.d. Frjálslyndi flokkurinn." --- --- --- Ég get ekki stillt mig um að benda á grein sem ég var að lesa á vefnum áðan. Hún er afskaplega lærð, svo massíf að ég er ekki búinn að melta nema helminginn sem stendur í henni. Höfundurinn er Ívar Pálsson sem var ári á undan mér í skóla vestur í bæ. Það kemur málinu ekkert við - nema ég vissi ekki að hann hefði svo djúpan skilning á efnahagsmálum. Greinin hans Ívars byrjar svona:"Það gefur auga leið, að 400 milljarða skuldabréfaútgáfa erlendra banka í íslensku krónunni er ekki sú traustsyfirlýsing sem hún lítur út fyrir að vera, heldur misneyting á litlu hagkerfi sem sér sig tilneytt til þess að hækka vexti endalaust þar til fáir þora að taka áhættu með þann gjaldmiðil lengur. Ástæða þess að erlendir aðilar misnota krónuna á þennan hátt er aðallega sú, að þannig er hægt fá ofurháa skammtímavexti." Þið getið lesið áfram með því að smella hér. *Myndin með greininni er eftir Sigfús Eymundsson ljósmyndara og sýnir hvar Hjálpræðisherinn boðar fagnaðarerindið á Lækjartorgi árið 1903.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun