Sport

Hjólum stolið útum allan bæ

2 innbrot tengt torfæruhjólum voru tilkynnt lögreglunni á höfurborgasvæðinu um helgina.
2 innbrot tengt torfæruhjólum voru tilkynnt lögreglunni á höfurborgasvæðinu um helgina. MYND/SRK

Mikið hefur verið upp á síðkastið að hjólum hafi verið stolið, hvort sem þau hafi verið inn í bílskúr, fyrir utan eða inn í geymslum. Aðfaranótt föstudagsins 9. mars var hjóli stolið fyrir utan Jórufell í Breiðholti og svo aðfaranótt sunnudagsins 11. mars var brotist inn í bílskúr í Árbænum og stolið þar öllu motocrossdótinu sem eigandinn og hans börn áttu. Hjólin voru ekki tekin þar sem bíll var inn í bílskúrnum og enginn leið fyrir þjófinn að komast með þau út. Þjófurinn gaf sér samt tíma í að skrúfa frambrettið af hjólinu í skúrnum en þegar það verk var búið gleymdi seinheppni þjófurinn hanskanum sínum sem núna er til rannsóknar hjá rannsóknarlögreglunni.

Inn á vef lögreglunnar er hægt að sjá lista yfir stolin ökutæki og eru þar 14 stolin bifhjól sem óskað er eftir. Þetta eru þvílíkar tölur og greinilegt að þjófar landsins séu komnir með augastað á bifhjólum. Hvetjum við fólk til að tala við tryggingarfélagið sitt og semja um tryggingu sem nær yfir ef torfæruhjóli er stolið úr bílskúrnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×