Eyðimörk í Evrópu, gamla góða Ísland, Ferguson, kynjaleiðrétting 19. mars 2007 12:51 Nú er Páll Bergþórsson að spá því að hækkun sjávarborðs verði miklu meiri en áætlað hefur verið - allt að heill meter. Þá er líklegt að Kvosin okkar í Reykjavík fari að líkjast Feneyjum. Annars hefur fjöldi manns verið að horfa á myndina The Great Global Warming Swindle - ég hef fengið ótal hvatningar um að horfa á myndina á vefslóðum sem mér hafa verið sendar. Myndin hefur hins vegar fengið hina verstu útreið í flestum fjölmiðlum sem hef skoðað - það er talað um að mestu svindlararnir séu þeir sem gerðu myndina. Annar öldungur er ekki síður svartsýnn en Páll. Það er framtíðarfræðingurinn James Lovelock, höfundur bókarinnar The Revenge of Gaia. Lovelock spáir því nú að meginland Evrópu verði að mestu leyti eyðimörk vegna loftslagsbreytinga. Flóttamenn þaðan muni flykkjast til Bretlandseyja og jafnvel svæða þar sem eitt sinn var heimskautaís. Bandaríkjamenn muni færa sig norður til Kanada en Kínverjar til Síberíu. Hörmungarnar verði slíkar að mannkyninu muni fækka stórkostlega - jafnvel niður í minna en einn milljarð. Lovelock rannsakaði Mars á yngri árum. Nú segir hann hættu á að hlutar af jörðinni verði eins og rauða plánetan. --- --- --- Bankarnir eru orðnir ríki í ríkinu. Þeir eru ekki einu sinni í sömu lögsögu og við hin. Á föstudag hélt Kaupþing hádegisverðarfund með einni helstu stjörnu á himni sagnfræðinnar, Niall Ferguson. Þetta spurðist varla út til okkar dauðlegra manna sem þó höfum lagt á okkur að lesa allmörg rit eftir téðan Niall. Okkur langaði kannski, en við vorum ekki látnir vita - ekki frekar en í fyrra þegar Bryn Terfel hélt tónleikana fyrir Kaupþing og sérstaka gesti bankans. --- --- --- Við viljum gamla góða Ísland til baka er yfirskriftin á lesendabréfi sem birtist á heimasíðu Ögmundar Jónassonar. Þarna er átt við Ísland eins og það var fyrir fimmtán árum, fyrir einkavæðinguna, fyrir auðmennina, fyrir stórvirkjanir, fyrir tíma bankaokursins, fyrir tíma olíuforstjóra. Eða svo segir í bréfinu. Gömlu dagana gefðu mér sagði í vinsælu dægurlagi. Það skyldi þó ekki vera að kosningabaráttan eigi eftir að snúast um það. --- --- --- "Kynjaleiðrétting" er nýyrði sem ég sá í Fréttablaðinu um helgina. Ég held ég viti hvað það þýðir, en er samt ekki alveg viss. Ætli sé mikil eftirsókn eftir kynjaleiðréttingum? Er nóg að fara á Hagstofuna til að fá svoleiðis eða þarf maður að leggjast undir hnífinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Nú er Páll Bergþórsson að spá því að hækkun sjávarborðs verði miklu meiri en áætlað hefur verið - allt að heill meter. Þá er líklegt að Kvosin okkar í Reykjavík fari að líkjast Feneyjum. Annars hefur fjöldi manns verið að horfa á myndina The Great Global Warming Swindle - ég hef fengið ótal hvatningar um að horfa á myndina á vefslóðum sem mér hafa verið sendar. Myndin hefur hins vegar fengið hina verstu útreið í flestum fjölmiðlum sem hef skoðað - það er talað um að mestu svindlararnir séu þeir sem gerðu myndina. Annar öldungur er ekki síður svartsýnn en Páll. Það er framtíðarfræðingurinn James Lovelock, höfundur bókarinnar The Revenge of Gaia. Lovelock spáir því nú að meginland Evrópu verði að mestu leyti eyðimörk vegna loftslagsbreytinga. Flóttamenn þaðan muni flykkjast til Bretlandseyja og jafnvel svæða þar sem eitt sinn var heimskautaís. Bandaríkjamenn muni færa sig norður til Kanada en Kínverjar til Síberíu. Hörmungarnar verði slíkar að mannkyninu muni fækka stórkostlega - jafnvel niður í minna en einn milljarð. Lovelock rannsakaði Mars á yngri árum. Nú segir hann hættu á að hlutar af jörðinni verði eins og rauða plánetan. --- --- --- Bankarnir eru orðnir ríki í ríkinu. Þeir eru ekki einu sinni í sömu lögsögu og við hin. Á föstudag hélt Kaupþing hádegisverðarfund með einni helstu stjörnu á himni sagnfræðinnar, Niall Ferguson. Þetta spurðist varla út til okkar dauðlegra manna sem þó höfum lagt á okkur að lesa allmörg rit eftir téðan Niall. Okkur langaði kannski, en við vorum ekki látnir vita - ekki frekar en í fyrra þegar Bryn Terfel hélt tónleikana fyrir Kaupþing og sérstaka gesti bankans. --- --- --- Við viljum gamla góða Ísland til baka er yfirskriftin á lesendabréfi sem birtist á heimasíðu Ögmundar Jónassonar. Þarna er átt við Ísland eins og það var fyrir fimmtán árum, fyrir einkavæðinguna, fyrir auðmennina, fyrir stórvirkjanir, fyrir tíma bankaokursins, fyrir tíma olíuforstjóra. Eða svo segir í bréfinu. Gömlu dagana gefðu mér sagði í vinsælu dægurlagi. Það skyldi þó ekki vera að kosningabaráttan eigi eftir að snúast um það. --- --- --- "Kynjaleiðrétting" er nýyrði sem ég sá í Fréttablaðinu um helgina. Ég held ég viti hvað það þýðir, en er samt ekki alveg viss. Ætli sé mikil eftirsókn eftir kynjaleiðréttingum? Er nóg að fara á Hagstofuna til að fá svoleiðis eða þarf maður að leggjast undir hnífinn?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun