HB Grandi hefur fallið frá því að selja Engey RE-1, stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans, til Atlantic Pelagic og gera það út við strendur Afríku. Í stað þess hefur verið samið við Samherja hf um sölu á skipinu. Söluverð nemur 31,4 milljónum evra, jafnvirði rúmra 2,8 milljarða króna. Bókfærður hagnaður af sölunni er í kringum 700 milljónir króna, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands.
Atlantic Pelagic er dótturfélag HB Granda en í byrjun árs var greint frá því að ætlunin væri að stofna það í Hollandi og gera Engey út til veiða á makríl, hrossamakríl, sardínu og sardínellu úti fyrir ströndum Afríku.
Greint var frá sölu á Engeynni við upphaf árs og var ákveðið að segja upp allri áhöfn skipsins, 50 manns.