Körfubolti

KR marði sigur í fyrsta leik

Benedikt Guðmundsson og félagar hans í KR eru komnir með forystu í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli eftir sigur í Vesturbænum í kvöld.
Benedikt Guðmundsson og félagar hans í KR eru komnir með forystu í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli eftir sigur í Vesturbænum í kvöld.

KR-ingar báru sigurorð af Snæfellingum, 82-79, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn reyndist frábær skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. Í kvennaflokki jafnaði ÍS metin í rimmunni gegn Haukum í undanúrslitum með góðum 84-74 sigri. Staðan þar er nú 1-1.

Lokasekúndurnar í DHL-höllinni voru spennuþrungnar með eindæmum og mátti engu muna að gestirnir frá Snæfelli næðu að "stela" sigrinum eftir að hafa verið á hælunum framan af leik.

Snæfellingar náðu að minnka muninn niður í eitt stig þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, en þess má geta að mestur fór munurinn í 20 stig í fyrri hálfleik þar sem KR-ingar fóru hreinlega hamförum. Í hálfleik var staðan 40-33, KR í vil.

Jeremiah Sola skoraði mest KR-inga eða 21 stig og tók auk þess sjö fráköst. Brynjar Björnsson kom næstur með 15 stig. Hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson atkvæðamestur með 21 stig, en Hlynur Bæringsson skoraði 16 auk þess að hirða 14 fráköst.

Frábær síðari hálfleikur tryggði Stúdínum sigur gegn Haukum, en gestirnir frá Hafnarfirði voru með undirtökin lengst af. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum því það var ekki fyrr en á síðustu mínútum sem Súdínur sigu fram úr og Íslandsmeistarar Hauka brotnuðu undan álaginu. Staðan í einvíginu er nú 1-1 en Haukar unnu fyrsta leikinn í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×