Indverjar hækka stýrivexti 2. apríl 2007 06:00 Verðbréfamiðlarar í indversku kauphöllinni. Mynd/AFP Seðlabanki Indlands ákvað undir lok síðustu viku að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi og standa vextirnir nú í 7,75 prósentum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bankinn hækkar stýrivexti í þeim tilgangi að halda aftur af verðbólgu. Stýrivextir á Indlandi hafa ekki verið hærri í tæp fjögur og hálft ár.Ákvörðunin kom greinendum á óvart en þeir gerðu ekki ráð fyrir að bankinn myndi hækka stýrivaxtastigið fyrr en í fyrsta lagi síðar í þessum mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC), sem vitnar til rökstuðnings bankastjórnarinnar fyrir hækkuninni. Þar segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg til að sýna að bankinn ætli sér að koma í veg fyrir að verðbólga aukist í landinu með tilheyrandi aðgerðum.Verðbólga mælist nú 6,46 prósent á Indlandi en það er nokkuð yfir 5,5 prósenta efri verðbólgumarkmiðum seðlabankans.BBC bendir á að hagvöxtur mælist 9 prósent það sem af sé árs. Þetta er sambærilegur hagvöxtur og á síðasta ári. Við það hafi kaupmáttur millistéttarinnar aukist. Neikvæðu fréttirnar séu hins vegar þær að vöruverð hafi hækkað og komi það hart niður á lægri og fátækari stéttum.Ríkisstjórnin hefur gripið til nokkurra aðgerða til að sporna gegn hækkunum á matvöruverði, meðal annars með því að fella niður innflutningstolla á matarolíu, stál og steinsteypu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seðlabanki Indlands ákvað undir lok síðustu viku að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi og standa vextirnir nú í 7,75 prósentum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bankinn hækkar stýrivexti í þeim tilgangi að halda aftur af verðbólgu. Stýrivextir á Indlandi hafa ekki verið hærri í tæp fjögur og hálft ár.Ákvörðunin kom greinendum á óvart en þeir gerðu ekki ráð fyrir að bankinn myndi hækka stýrivaxtastigið fyrr en í fyrsta lagi síðar í þessum mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC), sem vitnar til rökstuðnings bankastjórnarinnar fyrir hækkuninni. Þar segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg til að sýna að bankinn ætli sér að koma í veg fyrir að verðbólga aukist í landinu með tilheyrandi aðgerðum.Verðbólga mælist nú 6,46 prósent á Indlandi en það er nokkuð yfir 5,5 prósenta efri verðbólgumarkmiðum seðlabankans.BBC bendir á að hagvöxtur mælist 9 prósent það sem af sé árs. Þetta er sambærilegur hagvöxtur og á síðasta ári. Við það hafi kaupmáttur millistéttarinnar aukist. Neikvæðu fréttirnar séu hins vegar þær að vöruverð hafi hækkað og komi það hart niður á lægri og fátækari stéttum.Ríkisstjórnin hefur gripið til nokkurra aðgerða til að sporna gegn hækkunum á matvöruverði, meðal annars með því að fella niður innflutningstolla á matarolíu, stál og steinsteypu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira