Viðskipti innlent

Moody's lækkar lánshæfiseinkunn íslensku bankanna

Lánshæfiseinkunn allra íslensku viðskiptabankana hefur verið lækkuð hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi. Einkunnin er lækkuð um þrjá flokka. Þetta er gert í kjölfar þess að Moody's breytti nýverið aðferðafræði sinni við einkunnagjöf og metur aðrar forsendur en áður.

Bankarnir þrír hækkuðu allir um fjóra til fimm flokka þegar Moody's breytti síðast aðferðafræðinni fyrr í vetur en lækka nú aftur líkt og nær allir aðrir bankar sem Moody's leggur mat á. Einkunn íslensku bankana er eftir sem áður hærri nú en hún var þegar forsendunum var upphaflega breytt í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×