Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony 18. apríl 2007 09:30 PlayStation 3 leikjatölva frá Sony. Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. Nanako Kato, talsmaður Sony, segir helstu ástæðuna fyrir hagræðingu hjá starfsemi Sony í Evrópu vera breyttar markaðsaðstæður og í samræmi við nýtt skipulag sem auka eigi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Um 1.900 manns starfa hjá Sony í Evrópu. Fari svo að 160 manns verði sagt upp nemur það um 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins í álfunni. Nýjasta leikjatölvan frá Sony kom á markað í Bandaríkjunum og Japan í nóvember í fyrra en ekki fyrr en í enda síðasta mánaðar í Evrópu. Hesta ástæðan fyrir því voru tafir á framleiðslu Blu-ray geisladrifi leikjatölvunnar, sem var framleidd eftir stöðlum Evrópusambandsins. Sony greindi nýverið frá því að fyrirtækið hefði selt 800.000 eintök af leikjatölvunni í Evrópu og sé stutt í að heildarsalan um heim allan nemi sex milljónum eintaka. Sony var síðasta fyrirtækið til að setja þessa nýjustu kynslóð leikjatölva á markað á eftir Microsoft, sem framleiðir Xbox 360 leikjatölvuna, og Nintendo, sem setti Wii-leikjatölvuna á markað síðastliðið haust. Leikjatölvan frá Nintendo hefur víða selst afar vel og segir Sony, að áætlanir fyrirtækisins hafi ekki gengið sem skildi. Þegar fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir síðasta ár greindi það frá því að gert sé ráð fyrir aukinni sölu á þessu ári. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. Nanako Kato, talsmaður Sony, segir helstu ástæðuna fyrir hagræðingu hjá starfsemi Sony í Evrópu vera breyttar markaðsaðstæður og í samræmi við nýtt skipulag sem auka eigi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Um 1.900 manns starfa hjá Sony í Evrópu. Fari svo að 160 manns verði sagt upp nemur það um 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins í álfunni. Nýjasta leikjatölvan frá Sony kom á markað í Bandaríkjunum og Japan í nóvember í fyrra en ekki fyrr en í enda síðasta mánaðar í Evrópu. Hesta ástæðan fyrir því voru tafir á framleiðslu Blu-ray geisladrifi leikjatölvunnar, sem var framleidd eftir stöðlum Evrópusambandsins. Sony greindi nýverið frá því að fyrirtækið hefði selt 800.000 eintök af leikjatölvunni í Evrópu og sé stutt í að heildarsalan um heim allan nemi sex milljónum eintaka. Sony var síðasta fyrirtækið til að setja þessa nýjustu kynslóð leikjatölva á markað á eftir Microsoft, sem framleiðir Xbox 360 leikjatölvuna, og Nintendo, sem setti Wii-leikjatölvuna á markað síðastliðið haust. Leikjatölvan frá Nintendo hefur víða selst afar vel og segir Sony, að áætlanir fyrirtækisins hafi ekki gengið sem skildi. Þegar fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir síðasta ár greindi það frá því að gert sé ráð fyrir aukinni sölu á þessu ári.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira