Viðskipti erlent

Forrit sem drepur farsímann þinn

Með „Killpill" getur þú eytt myndum og SMS skilaboðum ef símanum þínum er stolið. Ef símanum þínum er stolið vilt þú ekki að þjófurinn skoði myndirnar sem þú og kærastan tókuð á „góðri stundu", eða SMS-skilaboðin þar sem þú ert minntur á tímann á Húð og hitt.

Norska fyrirtækið Smartphones Telecom hefur hannað forrit, KillPill, sem gerir eigendum farsíma kleyft að núllstilla símann og eyða út öllum persónuupplýsingum sé símanum stolið. Þetta er gert í gegnum fartölvu.

Þar að auki lætur forritið vita hvaða nýja símanúmer er sett í símann svo hægt sé að finna út hver nýi „eigandinn" er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×