Körfubolti
Töp hjá íslensku liðunum í kvöld
Norðurlandamót unglinga í körfubolta hófst með látum í Stokkhólmi í Svíþjóð í kvöld. Íslenska kvennalandsliðið U-16 ára steinlá fyrir Finnum í kvöld 78-49 og síðar um kvöldið tapaði U-18 ára karlaliðið fyrir Dönum 87-52. Íslensku liðin leika sex leiki á mótinu á morgun.