Körfubolti

Detroit í úrslit Austandeildar NBA

Anthony McDyess sést hér verja skot frá Luol Deng, framherja Chicago.
Anthony McDyess sést hér verja skot frá Luol Deng, framherja Chicago. MYND/AFP
Detroit Pistons tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í gærkvöldi. Þá fór fram sjötti leikur Detroit og Chicago Bulls. Richard Hamilton hjá Detroit með 23 stig. Leikurinn endaði 85 - 95 en hann fór fram í Chicago.

Ekkert lið í NBA hefur tapað sjö leikja viðureign eftir að hafa komist 3 - 0 yfir. Detroit verður nú í fimmta sinn í röð í úrslitum Austurdeildarinnar.

Leikurinn í gær var tvískiptur. Í fyrri hálfleik voru Chicago ívið betri og leiddu í hálfleik, 48 - 43. Detroit tók sig síðan til í þriðja leikhluta og setti þá 31 á móti 21 stigi Chicago. Staðan eftir hann var því 69 - 74 og í fjórða leikhluta náði Chicago sér aldrei á strik.

Chicago hefur verið að byggja upp liðið undanfarin ár eftir gullaldarárin með Michael Jordan og Scottie Pippen. Í ár vann liðið í fyrsta sinn leikjaseríu í úrslitakeppninni síðan á árinu 1998.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×