Sport

Klaustur afstaðið

Dagurinn byrjaði með blíðskaparveðri en endaði með úrhallisrigningu
Dagurinn byrjaði með blíðskaparveðri en endaði með úrhallisrigningu MYND/Aron Frank

Síðustu helgi fór fram stærsta og vinsælasta enduromót Íslands á Kirkjubæjarklaustri. Mættir voru til leiks allir helstu torfæruhjólaökumenn landsins ásamt nokkrum erlendum ökumönnum. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur í byrjun og voru allir mjög vongóðir um framhald dagsins. En uppúr kl. 14:00 byrjaði að rigna og varð brautin mjög blaut.

Kawasaki ökumennirnir Markus Olsen og Robert Forsell sigruðu keppnina, Einar Sigurðsson og Ragnar Ingi Stefánsson höfnuðu í öðru sæti og það þriðja tóku þeir Valdimar Þórðarson og Gunnlaugur Rafn Björnsson.

Aðstæður á Klaustri voru hinar bestu og fengu keppendur og áhorfendur sýnishorn af fjórum árstíðum yfir daginn. Sól og blíða var um morguninn en eftir hádegið þykknaði upp, snjóaði smá og rigndi svo heil ósköp. Rykið sem yfirgnæfði allt í upphafi hvarf skyndilega og drulla myndaðist víðsvegar í brautinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×