Viðskipti erlent

iPhone mættur á svæðið

Hinn langþráði iPhone sími er kominn í almenna sölu í Bandaríkjunum. Fjölmargir biðu fyrir utan sölustaði Apple og AT&T til að tryggja sér eintak. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar verslanirnar opnuðu klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma. Síminn kemur á Evrópumarkað síðar á þessu ári. Dagsetningar hafa ekki verið tilkynntar.

 



IPhone hefur að geyma margar skemmtilegar tækninýjungar, svo sem sérhannaðan snertiskjár. Þá er hægt að hlusta á tónlist í símanum, horfa á kvikmyndir og vafra um á netinu. Tvær útgáfur eru fáanlegar, annars vegar með fjögurra gígabæta minni og hins vegar með átta gígabæta minni. Sú fyrrnefnda kostar 500 dollara en sú síðarnefnda 600 dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×