Bíó og sjónvarp

Harry Potter og Fönixreglan frumsýnd í dag

Harry Potter, Ron Weasley og
Hermione Granger.
Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger.

Kvikmyndin Harry Potter og Fönixreglan verður frumsýnd á Íslandi og erlendis í dag. Um er að ræða stærstu frumsýningu í sögu Warner Bros sem framleiða myndina. Hún verður sýnd í 9000 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og búið er að selja yfir 13000 eintök til viðbótar sem dreifast um allan heim.

Fyrstu sýningar hófust klukkan tvö í dag. Að sögn Sigurðar Victors Chelbat hjá Sambíóunum má búast má við gríðarlegri aðsókn enda er Harry Potter ein vinsælasta sögupersóna samtímans.

„Aðsóknin var mjög góð á fyrstu sýningar í dag en óvanalegt er að opna svona snemma á virkum degi. Uppselt er á allar VIP sýningar í dag og fram á morgundaginn. Ég reikna svo fastlega með því að uppselt verði á flestar sýningar í kvöld," segir Sigurður.

„Áhorfendahópur Harry Potter er alltaf að stækka og foreldrar virðast ekki hafa minni áhuga en börnin," bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×