Viðskipti innlent

Vöruskiptahallinn minnkar milli ára

Fiski landað. Sjávarafurðir voru 48 prósent alls útflutnings á fyrstu sjö mánuðum.
Fiski landað. Sjávarafurðir voru 48 prósent alls útflutnings á fyrstu sjö mánuðum.

Vöruskipti voru óhagstæð um 14,8 milljarða króna í síðasta mánuði samanborið við 16,2 milljarða í sama mánuði í fyrra. Mismunurinn nemur 1,4 milljörðum króna. Þetta þýðir að á fyrstu sjö mánuðum ársins voru vöruskipti 34,4, milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra.

Í júlí voru vörur fluttar úr landi fyrir 17,9 milljarða króna en inn fyrir 32,7 milljarða. Vöruskiptin voru því óhagstæð um 14,8 milljarða, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins hafa vöru verið fluttar út vörur fyrir samtals 157,9 milljarða króna en inn fyrir 213,2 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd upp á 55,4 milljarða króna á tímabilinu. Á sama tíma fyrir ári voru vöruskipti óhagstæð um 89,8 milljarða á sama gengi

Verðmæti vöruútflutnings jókst um 14 prósent á milli ára, eða sem nemur 19 milljörðum króna. Verðmæti innflutnings jókst hins vegar um 15,4 milljarðar króna en það er sjö prósentum minna en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×