Íslenski boltinn

Hetja Fjölnis fær ekki að spila gegn FH

Elvar Geir Magnússon skrifar
Atli Viðar skoraði sigurmark Fjölnis gegn Fylki í kvöld. Hann fær þó ekki að leika úrslitaleikinn.
Atli Viðar skoraði sigurmark Fjölnis gegn Fylki í kvöld. Hann fær þó ekki að leika úrslitaleikinn.

Komin er upp ansi sérstök staða nú þegar ljóst er að Fjölnir leikur við FH í úrslitaleik VISA-bikarsins. Þrír leikmenn Fjölnis sem leikið hafa stórt hlutverk með liðinu í sumar eru samningsbundnir FH en í láni hjá Fjölni og fá ekki að leika í úrslitaleiknum.

Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að leikmennirnir þrír fái ekki að leika gegn FH. Þetta sagði hann eftir að ljóst var að möguleiki væri á því að þessi tvö lið myndu mætast.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Atli Viðar Björnsson, Heimir Snær Guðmundsson og Sigmundur Pétur Ástþórsson. Þeir tveir fyrrnefndu voru í byrjunarliði Fjölnis gegn Fylki í kvöld en Sigmundur kom inn sem varamaður. Atli Viðar var hetja Fjölnis og skoraði sigurmarkið í framlengingunni.

Þá má geta þess að annar leikmaður FH, Ólafur Páll Snorrason, lék níu leiki á lánssamningi hjá Fjölni en var kallaður til baka rétt fyrir lokun félagaskiptagluggans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×