Íslenskt kvikmyndahaust í Danmörku 10. september 2007 11:50 Börn keppir um Gullna svaninn MYND/365 Kvikmyndin Börn hefur verið valin til að keppa um Gullna svaninn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn sem stendur yfir dagana 20-30 september. Hátíðin stendur einnig fyrir sérstöku Íslandskvöldi miðvikudaginn 26. september þar sem myndirnar Foreldrar eftir Ragnar Bragason og Vesturport og Mýrin eftir Baltasar Kormák verða sýndar. Ragnar verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum gesta á eftir. Ragnar segir það vera mikinn heiður að fá tilnefninguna en Börn hefur þegar fengið þónokkur alþjóðleg verðlaun. "Það er líka gaman að vera hluti af íslensku útrásinni í Danmörku," segir Ragnar en aðstandendur hátíðarinnar segja allt að gerast í íslenskum kvikmyndum og að þær séu orðnar jafn spennandi útflutningsvara og íslensk tónlist og íslenskur matur. Myndirnar Börn og Foreldrar verða sýndar í almennum kvikmyndahúsum í Danmörku í október og nóvember og Köld slóð opnar Bíódaga á Norðurbryggju þann 6. nóvember. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Börn hefur verið valin til að keppa um Gullna svaninn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn sem stendur yfir dagana 20-30 september. Hátíðin stendur einnig fyrir sérstöku Íslandskvöldi miðvikudaginn 26. september þar sem myndirnar Foreldrar eftir Ragnar Bragason og Vesturport og Mýrin eftir Baltasar Kormák verða sýndar. Ragnar verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum gesta á eftir. Ragnar segir það vera mikinn heiður að fá tilnefninguna en Börn hefur þegar fengið þónokkur alþjóðleg verðlaun. "Það er líka gaman að vera hluti af íslensku útrásinni í Danmörku," segir Ragnar en aðstandendur hátíðarinnar segja allt að gerast í íslenskum kvikmyndum og að þær séu orðnar jafn spennandi útflutningsvara og íslensk tónlist og íslenskur matur. Myndirnar Börn og Foreldrar verða sýndar í almennum kvikmyndahúsum í Danmörku í október og nóvember og Köld slóð opnar Bíódaga á Norðurbryggju þann 6. nóvember.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein