Lífið

Sonur Bítils aðstoðarmaður Sólveigar Kára

Sólveig er eftirsótt fyrirsæta bæði hér heima og erlendis
Sólveig er eftirsótt fyrirsæta bæði hér heima og erlendis MYND/365
Fyrirsætan Sólveig Káradóttir, dóttir Kára Stefánssonar forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, er um þessar mundir stödd hér á landi ásamt Dhani nokkrum Harrison sem er enginn annar en sonur Bítilsins sáluga, Georges Harrison.

Vísir náði tali af Sólveigu þar sem hún var að leiðbeina Dhani, sem sat undir stýri, um götur Reykjavíkur. Sólveig segir þau Dhani vera bestu vini en vill þó ekki kannast við að þau séu kærustupar.

"Þú getur sagt að hann sé aðstoðarmaður minn," segir hún og hlær. Þau Sólveig og Dhani eru stödd hér á landi í fríi og ætlar Sólveig að sýna vininum land og þjóð.

Þau munu dvelja í hjarta Reykjavíkur í glæsilegri 180 fermetra þakíbúð foreldra Sólveigar í Þingholtsstrætinu.

Dhani er sætur strákur og líkur pabba sínum en faðir hans, George Harrison, lést árið 2001MYND/Getty
Sólveig hefur undanfarið verið búsett í New York og var að ljúka prófi í sálfræði frá Boston University. Meðfram náminu hefur hún auk þess sinnt módelstörfum. Sólveig mun snúa aftur til New York en segir þó ekki ljóst hvað taki við.

Dhani býr aftur á móti í London og er meðlimur í electro-blues hljómsveitinni thenewno2. Aðspurð um hvernig Sólveig hafi kynnst Dhani, þrátt fyrir fjarlægðina, segist hún eiga vini úti um allan heim og að þau hafi kynnst í gegnum sameiginlega vini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×