Tilrþif Tiger Woods skiluðu honum á toppinn 15. september 2007 12:39 AFP Tiger Woods átti tvö sérstaklega minnisstæð tilþrif í dag þegar hann sveif á topp listans á Tour Championship-mótinu í Atlanta. Eftir að hafa byrjað annan hring rólega, með þremur pörum , náði hann fugli á þeirri fjórðu, en þá fór vélin í gang. Hann lenti í glompu við fimmtu flöt og gerði sér lítið fyrir og setti niður boltann af nær 20 metrum. Meistarinn sá ekki einu sinni holuna, en boltinn skoppaði þrisvar áður en hann hafnaði í holunni. Annað atvik kom upp á á níundu holu sem er um 540m löng. Tiger komst á flöt í tveimur höggum en var samt um 24m frá holunni. Púttið reið af og hann hamraði það niður fyrir erni. Þegar söng í bollanum greip Tiger fyrir augun eins og til að biðjast afsökunar (sjá mynd). "Þetta var ekkert nema heppni," sagði Tiger. "Ef þið hefðuð séð aftan á boltann hefðuð þið séð hvernig hann skoppaði á milli misjafnanna. Það var raunar bráðfyndið!" Þegar tveir hringir eru eftir má Tiger vera nokkuð sigurviss þar sem hann hefur ekki leikið betur lengi. Hann hefur ekki átt betri byrjun á móti frá árinu 2000 og hefur ekki tapað niður forskoti eftir 36 holur í þrjú ár. Það er þó aldrei að vita hvernig fer, Woody Austin er þremur höggum á eftir og ætlar sér stóra hluti. Frétt af kylfingur.is Golf Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods átti tvö sérstaklega minnisstæð tilþrif í dag þegar hann sveif á topp listans á Tour Championship-mótinu í Atlanta. Eftir að hafa byrjað annan hring rólega, með þremur pörum , náði hann fugli á þeirri fjórðu, en þá fór vélin í gang. Hann lenti í glompu við fimmtu flöt og gerði sér lítið fyrir og setti niður boltann af nær 20 metrum. Meistarinn sá ekki einu sinni holuna, en boltinn skoppaði þrisvar áður en hann hafnaði í holunni. Annað atvik kom upp á á níundu holu sem er um 540m löng. Tiger komst á flöt í tveimur höggum en var samt um 24m frá holunni. Púttið reið af og hann hamraði það niður fyrir erni. Þegar söng í bollanum greip Tiger fyrir augun eins og til að biðjast afsökunar (sjá mynd). "Þetta var ekkert nema heppni," sagði Tiger. "Ef þið hefðuð séð aftan á boltann hefðuð þið séð hvernig hann skoppaði á milli misjafnanna. Það var raunar bráðfyndið!" Þegar tveir hringir eru eftir má Tiger vera nokkuð sigurviss þar sem hann hefur ekki leikið betur lengi. Hann hefur ekki átt betri byrjun á móti frá árinu 2000 og hefur ekki tapað niður forskoti eftir 36 holur í þrjú ár. Það er þó aldrei að vita hvernig fer, Woody Austin er þremur höggum á eftir og ætlar sér stóra hluti. Frétt af kylfingur.is
Golf Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira