Viðskipti innlent

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Föroya banka hefur hækkað langmest, eða um 3,23 prósent. Bréf í öðrum fyrirtækjum hefur ýmist hækkað rúmt hálft prósent eða staðið í stað. Gengi bréfa í færeyska bankanum Eik er hins vegar eina félagið sem hefur lækkað í dag, eða um 1,52 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,42 prósent og stendur hún í 7.909 stigum.

Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×