Þrjú hundruð mættu á miðnætursölu Halo 3 28. september 2007 00:01 Röðin teygðist um ganga verslunar BT í Skeifunni þegar klukkan fór að nálgast miðnætti á þriðjudagskvöld. Fólki var hleypt að afgreiðslukössunum í hollum. MYND/salvar Útgáfa skotleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna á miðvikudag fór ekki fram hjá neinum tölvuleikjaáhugamanni. Fjöldinn allur af fólki mætti á miðnæturopnun BT til að kaupa leikinn á þriðjudagskvöld, en tollurinn setti strik í reikninginn fyrir suma. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á miðnætursölu tölvuleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna í BT Skeifunni á þriðjudagskvöld. Mið- næturopnunin var haldin í sam- vinnu við Íslenska Xbox samfélagið (ÍXS). Framkvæmdastjóri Micro- soft á Íslandi, Halldór Jörgensson, mætti á svæðið, en Microsoft framleiðir leikjatölvuna. Örvar G. Friðriksson, forsprakki ÍXS og aðalskipuleggjandi kvölds- ins, segir mætinguna hafa verið framar vonum. Hann hafi unnið að þessu kvöldi undanfarnar þrjár vikur, og í raun ákveðið að halda það áður en hann talaði við forsvarsmenn BT. „Ég neyddi þetta eiginlega upp á þá, en þeir eru mjög áhugasamir um samstarf núna." Hugmyndin með kvöldinu var ekki eingöngu að fagna útgáfu Halo 3, heldur einnig til að sýna fram á að til sé markaður á Íslandi fyrir Xbox 360. Til að spila fjölspilunarleiki í leikjatölvunni þurfa Íslendingar að skrá heimili sitt erlendis enda þjónustan, sem heitir Xbox Live, ekki í boði hér. „Við tókum þetta allt upp á myndband og ætlum að koma því til forsvarsmanna Microsoft í Lúxemborg, sem sjá um Xbox Live í Evrópu. Þeir vita nákvæmlega ekkert um Ísland, en þegar þeir sjá þrjú hundruð manns bíða eftir að Halo 3 komi út átta þeir sig vonandi á að það er grundvöllur fyrir þjónustunni hér," segir Örvar. Sala Halo 3 fór vel af stað um allan heim. Á fyrsta sólarhringnum seldust eintök fyrir sem samsvarar tæpum ellefu milljörðum íslenskra króna. Leikjavísir Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Útgáfa skotleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna á miðvikudag fór ekki fram hjá neinum tölvuleikjaáhugamanni. Fjöldinn allur af fólki mætti á miðnæturopnun BT til að kaupa leikinn á þriðjudagskvöld, en tollurinn setti strik í reikninginn fyrir suma. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á miðnætursölu tölvuleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna í BT Skeifunni á þriðjudagskvöld. Mið- næturopnunin var haldin í sam- vinnu við Íslenska Xbox samfélagið (ÍXS). Framkvæmdastjóri Micro- soft á Íslandi, Halldór Jörgensson, mætti á svæðið, en Microsoft framleiðir leikjatölvuna. Örvar G. Friðriksson, forsprakki ÍXS og aðalskipuleggjandi kvölds- ins, segir mætinguna hafa verið framar vonum. Hann hafi unnið að þessu kvöldi undanfarnar þrjár vikur, og í raun ákveðið að halda það áður en hann talaði við forsvarsmenn BT. „Ég neyddi þetta eiginlega upp á þá, en þeir eru mjög áhugasamir um samstarf núna." Hugmyndin með kvöldinu var ekki eingöngu að fagna útgáfu Halo 3, heldur einnig til að sýna fram á að til sé markaður á Íslandi fyrir Xbox 360. Til að spila fjölspilunarleiki í leikjatölvunni þurfa Íslendingar að skrá heimili sitt erlendis enda þjónustan, sem heitir Xbox Live, ekki í boði hér. „Við tókum þetta allt upp á myndband og ætlum að koma því til forsvarsmanna Microsoft í Lúxemborg, sem sjá um Xbox Live í Evrópu. Þeir vita nákvæmlega ekkert um Ísland, en þegar þeir sjá þrjú hundruð manns bíða eftir að Halo 3 komi út átta þeir sig vonandi á að það er grundvöllur fyrir þjónustunni hér," segir Örvar. Sala Halo 3 fór vel af stað um allan heim. Á fyrsta sólarhringnum seldust eintök fyrir sem samsvarar tæpum ellefu milljörðum íslenskra króna.
Leikjavísir Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira