Íslenski boltinn

Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við

Ólafur og Heimir sitja hér blaðamannafund í fyrra
Ólafur og Heimir sitja hér blaðamannafund í fyrra Mynd/Stefán Karlsson

Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag.

Ólafur náði frábærum árangri með FH-liðið á þeim fjórum árum sem hann stýrði liðinu. Á fyrsta ári hans hafnaði liðið í öðru sæti deildarinnar en vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú árin - 2004, 2005 og 2006. Liðið vann svo bikarinn eftirsótta á dögunum eftir að hafa lent í öðru sæti deildarinnar á eftir Valsmönnum.

Heimir Guðjónsson hefur verið aðstoðarmaður Ólafs hjá FH síðustu tvö sumur og hefur verið orðaður við þjálfarastöðu hjá nokkrum liðum undanfarið - þ.a.m. hjá KR og FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×