Lífið

Roger Morre fær stjörnu í frægðarstéttina

Moore lék í sjö Bondmyndum á ferlinum.
Moore lék í sjö Bondmyndum á ferlinum. MYND/AP

James Bond leikarinn Roger Moore var í gær heiðraður með stjörnu í frægðarstéttina í Los Angeles og mun hann vera stjarna númer 2.350 sem hlýtur þann heiður. Pierce Brosnan sem lék Bond á árunum 1995 til 2002 er eini Bondleikarinn sem hefur hlotið sama heiður.



Moore kampakátur ásamt eiginkonu sinni Christina Tholstrup og Johnny GrantMYND/AP

Moore lék í sjö Bondmyndum á tólf ára tímabil sem hófst árið 1973 með myndinni Live and Let Die. „Ég hef átt í ástarsambandi við Hollywood í mörg ár en því miður þurfti ég að hætta að leika Bond. Stelpurnar urðu sífellt yngri eða þá var það ég sem varð eldri," sagði leikarinn í gær en hann verður áttræður um næstu helgi og starfar nú sem sendiherra góðgerðarmála fyrir Unicef.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.