Kompás á vígvellinum 15. október 2007 11:09 Ég verð að hvetja fólk til að horfa á næsta Kompásþátt sem fer í loftið þriðjudagskvöldið 16. október. Þar gefst okkur færi á að slást í för með Kristni Hrafnssyni fréttamanni og Inga R. Ingasyni framleiðanda þáttarins á blóði drifnum slóðum Íraks. Þetta verður sláandi umfjöllun um brotna þjóð. Ég hef verið að fylgjast með gerð þáttarins og stundum langað til að líta undan þegar andlit brenndra barna birtast á skjánum, þessara saklausu fórnarlamba sem við Íslendingar hljótum að bera einhverja ábyrgð á. En svona lagað verður að sýna. Ég hef oft tekið þátt í skoðanaskiptum um birtingu viðkvæmra mynda í sjónvarpi. Þar hefur mér sýnst umræðan á köflum full einkennileg. Hún hefur, ef eitthvað er, orðið pempíulegri með árunum. Ég lít á það sem eina af höðfuðskyldum ábyrgra fjölmiðla að sýna heiminn eins og hann er. Umræðan um Víetnam-stríðið breyttist nánast á einu augabragði þegar umheiminum var birt ljósmynd af byssuhlaupi hermannsi við gagnaugað á skelfingu lostnum heimamanni. Heiminum ofbauð framkoma ráðamanna í Kína þegar einn námsmaður stillti sér upp gegnt brynvörðum skriðdreka á torgi hins himneska friðar. Vesturlönd tóku fyrst við sér þegar sjónvarpsstöðvar sýndu fljótandi líkin steypast niður árnar í Rúanda um árið. Ástandið í Darfur væri ennþá gleymt ef fréttamenn hefðu ekki svipt hulunni af eymdinni þar í landi. Stríðinu á Balkanskaga var ekki síst hrundið vegna fréttamynda af fjöldamorðunum á staðnum; menn geta ekki gleymt kærustuparinu sem náði ekki saman á flótta sínum og var skotið úr launsátri. Ein svona mynd, þótt óhugnanleg sé, skiptir sköpum. Fréttamenn eiga ekki að hræðast ljótleikann. Þeir eiga að benda á hann, pempíulaust og umbúðalaust. Annað er lygi. En sumsé ... Kompás á þriðjudagskvöld er skylduáhorf. -SER Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun
Ég verð að hvetja fólk til að horfa á næsta Kompásþátt sem fer í loftið þriðjudagskvöldið 16. október. Þar gefst okkur færi á að slást í för með Kristni Hrafnssyni fréttamanni og Inga R. Ingasyni framleiðanda þáttarins á blóði drifnum slóðum Íraks. Þetta verður sláandi umfjöllun um brotna þjóð. Ég hef verið að fylgjast með gerð þáttarins og stundum langað til að líta undan þegar andlit brenndra barna birtast á skjánum, þessara saklausu fórnarlamba sem við Íslendingar hljótum að bera einhverja ábyrgð á. En svona lagað verður að sýna. Ég hef oft tekið þátt í skoðanaskiptum um birtingu viðkvæmra mynda í sjónvarpi. Þar hefur mér sýnst umræðan á köflum full einkennileg. Hún hefur, ef eitthvað er, orðið pempíulegri með árunum. Ég lít á það sem eina af höðfuðskyldum ábyrgra fjölmiðla að sýna heiminn eins og hann er. Umræðan um Víetnam-stríðið breyttist nánast á einu augabragði þegar umheiminum var birt ljósmynd af byssuhlaupi hermannsi við gagnaugað á skelfingu lostnum heimamanni. Heiminum ofbauð framkoma ráðamanna í Kína þegar einn námsmaður stillti sér upp gegnt brynvörðum skriðdreka á torgi hins himneska friðar. Vesturlönd tóku fyrst við sér þegar sjónvarpsstöðvar sýndu fljótandi líkin steypast niður árnar í Rúanda um árið. Ástandið í Darfur væri ennþá gleymt ef fréttamenn hefðu ekki svipt hulunni af eymdinni þar í landi. Stríðinu á Balkanskaga var ekki síst hrundið vegna fréttamynda af fjöldamorðunum á staðnum; menn geta ekki gleymt kærustuparinu sem náði ekki saman á flótta sínum og var skotið úr launsátri. Ein svona mynd, þótt óhugnanleg sé, skiptir sköpum. Fréttamenn eiga ekki að hræðast ljótleikann. Þeir eiga að benda á hann, pempíulaust og umbúðalaust. Annað er lygi. En sumsé ... Kompás á þriðjudagskvöld er skylduáhorf. -SER