Viðskipti innlent

Exista: Gæti náð um 10 prósentum í Storebrand

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu eigendur Exista, sem hefur aukið við hlut sinn í norska tryggingafélaginu Storebrand.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu eigendur Exista, sem hefur aukið við hlut sinn í norska tryggingafélaginu Storebrand.

Exista, sem nú ræður yfir 8,5 prósentum hlutabréfa í norska tryggingfélaginu Storebrand, hefur ákveðið að greiða atkvæði með hlutafjáraukningu og forkaupsréttarútboði í tryggingafélaginu til fjármögnunar á kaupum á SPP, líftryggingafélagi sænska bankans Handelsbanken. Hluthafafundur verður í Storebrand 24. október næstkomandi.

Exista hyggst jafnframt sölutryggja hluta af forkaupsréttarútboðinu sem gæti aukið hlut Exista í allt að 9,9 prósent af hlutafé Storebrand eftir hlutafjáraukningu.

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu, að með kaupunum verði Storebrand leiðandi fyrirtæki á sviði líftrygginga og lífeyrissparnaðar á Norðurlöndum í kjölfar yfirtökunnar. „Við teljum að þessi kaup skapi ný tækifæri fyrir félagið. Ákvörðun okkar að taka þátt í forkaupsréttarútboðinu leiðir til þess að við lítum á Storebrand sem

fjárfestingu til lengri tíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×