Viðskipti erlent

Olíuverð lækkar í verði

Olíuborpallur. Verð á hráolíu hefur lækkað nokkuð í dag eftir að Tyrkir og Kúrdar hófu viðræður.
Olíuborpallur. Verð á hráolíu hefur lækkað nokkuð í dag eftir að Tyrkir og Kúrdar hófu viðræður.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði talsvert á fjármálamörkuðum í dag eftir að viðræður hófust á milli stjórnvalda í Tyrklandi og Kúrda í norðurhéruðum Írak. Þá spilar inní að gert er ráð fyrir að olíubirgðir hafi aukist á milli vikna í Bandaríkjunum.

Verð á hráolíu lækkaði um rúma tvo dali á markaði í Bretlandi og stendur í 85,16 dölum á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu fór niður um 62 sent og fer nú á 82,85 dali á tunnu. Þetta er heilum fimm dölum undir olíuverðinu í síðustu viku en þá fór það í hæstu hæðir.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum, að olíutunnan geti farið allt niður í 80 dali á tunnu. Allt fari það þó eftir því hvernig olíubirgðastaðan í Bandaríkjunum verður.

Fjármálaskýrendur reikna almennt með því að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist á milli vikna. Upplýsingar sem þessar slá á ótta fjárfesta, sem þó telja eru hræddir um að framboð á olíu til húshitunar verði ekki nægjanlegt í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×