Sport

Calzaghe vill mæta Hopkins næst

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður Walesverjans Joe Calzaghe segir skjólstæðing sinn tilbúinn að mæta "Böðulnum" Bernard Hopkins í næsta bardaga og segir Hopkins mega ráða því hvar og hvenær bardaginn fari fram. Calzaghe er ósigraður eftir fínan sigur á Dananum Mikkel Kessler um helgina.

"Það eina sem við förum fram á er að Joe fái sæmilega greitt fyrir bardagann," sagði umboðsmaðurinn. "Við vildum berjast við Hopkins fyrir ári, en daginn eftir að hann samþykkti bardagann vildi hann fá helmingi hærri upphæð en talað var um og því varð ekkert af bardaganum. Joe mun mæta Hopkins í heimaborg hans Philadelphia ef það er það sem hann vill. Ef hann er sá stríðsmaður sem hann segist vera - verður hann að samþykkja þennan bardaga," sagði umboðsmaður Calzaghe.

Calzaghe er einráður í yfirmillivigtinni eftir sigurinn á Kessler og hefur varið titil sinn í þyngdarflokknum 21 sinni á 10 árum. Hann er tilbúinn að færa sig upp eða niður um þyngdarflokk til að mæta Hopkins.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×