Viðskipti erlent

Einkaneysla undir væntingum vestanhafs

Maður í innkaupaleiðangri. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti í gær, meðal annars til að hindra að einkaneysla myndi dragast saman.
Maður í innkaupaleiðangri. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti í gær, meðal annars til að hindra að einkaneysla myndi dragast saman. Mynd/AFP

Einkaneysla jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í september. Þetta er 0,1 prósentustigi undir væntingum en skýrist af háu stýrivaxtastigi og auknum samdrætti á fasteignamarkaði vestanhafs.

Á sama tíma jukust laun um 0,4 prósent, sem er óbreytt staða frá ágústmánuði, samkvæmt gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins.

Seðlabank Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti í gær um 25 punkta með það fyrir augum að blása lífi í einkaneyslu og koma í veg fyrir að samdráttur í henni myndi skila sér í minni hagvext, að sögn fréttastofunnar Associated Pressi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×