Körfubolti

Stjarnan vann Njarðvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Karadzvovski reynir hér að skýla boltanum fyrir Brenton Birmingham.
Dimitar Karadzvovski reynir hér að skýla boltanum fyrir Brenton Birmingham. Mynd/Víkurfréttir

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann Njarðvík í Iceland Express-deild karla en fjórir leikir fóru fram í kvöld.

Stjarnan var með þriggja stiga forystu í hálfleik, 40-37, og leiddi allt til leiksloka. Niðurstaðan var þriggja stiga sigur, 81-78, en Njarðvíkingar sóttu á í fjórða leikhlutanum.

Dimitar Karadzovski var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld með 21 stig og Kjartan Kjartansson kom næstur með sextán.

Hjá Njarðvík voru Brenton Birmingham og Hörður Axel Vilhjálmsson báðir með fimmtán stig.

Snæfell vann góðan sigur á Tindastóli í Stykkishólmi, 101-73. Justin Shouse skoraði 24 stig og Sigurður Þorvaldsson sextán.

Hjá Tindastóli var Donald Brown stigahæstur með nítján stig en Samir Shaptahovic skoraði sextán stig.

Þá unnu Grindvíkingar heimasigur á Skallagrími, 90-74. Staðan í hálfleik var 46-35 og sigurinn aldrei í hættu.

Jonathan Griffin fór mikinn með Grindavík og skoraði 32 stig. Páll Axel Vilbergsson kom næstur með fjórtán.

Hjá Skallagrími skoraði Darrell Flake 24 stig og tók tólf fráköst en Allan Fall skoraði 22 stig í kvöld.

Að síðustu vann Fjölnir nauman sigur á ÍR, 85-83.

Grindavík er nú með tíu stig, rétt eins og Keflavík, en liðin eru efst í deildinni.

Njarðvík, Tindastóll, Snæfell og Stjarnan eru öll með sex stig en ÍR, Fjölnir og Skallagrímur eru með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×