Lífið

Ragnar Kjartansson á Myndlistartvíæringnum í Feneyjum

Ragnar Kjartansson er fjölhæfur maður.
Ragnar Kjartansson er fjölhæfur maður.
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið valinn til að sýna fyrir Íslands hönd á Mynd­listartvíæringnum í Feneyjum árið 2009. Tvíæringurinn, sem er einn helsti viðburður á alþjóðlegum myndlistarvettvangi, verður þá haldinn í 53. sinn. Þangað senda þjóðir heims fulltrúa sína og þar er teflt fram því besta og nýstárlegasta sem völ þykir á hverju sinni.

Ragnar Kjartansson fæddist 1976 og útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2001. Þá strax vakti hann athygli þeirra sem fylgjast með ungum listamönnum og hefur síðan haldið tólf einka­sýningar í fimm löndum og tekið þátt í nær þrjátíu samsýningum víða um heim. Hann hefur fengist við ýmsa miðla - myndbönd, innsetningar, skúlptúr og málverk - en lítur fyrst og fremst á sig sem gjörningalistamann og fer ekki í felur með að þar njóti hann uppeldisins hjá foreldrum sínum, Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu og Kjartani Ragnarssyni leikara og leikstjóra. Jafnframt myndlistinni hefur Ragnar átt feril í tónlist, nú síðustu árin með hljómsveitinni Trabant. Ragnar hefur náð skjótum þroska og frama í ferli sínum og hefur óvenju sterk og skýr höfundareinkenni svo jafnvel þekkist úr á alþjóðlegum vettvangi. Hann á djúpar rætur á Íslandi en starfar um allan heim, auk þess sem hann fellir inn í starf sitt hin ýmsu listform, tónlist, leikhús og auðvitað myndlistina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.