Sport

Ég er bestur, betri en Ali

Floyd Mayweather segist vera besti hnefaleikari sögunnar
Floyd Mayweather segist vera besti hnefaleikari sögunnar NordicPhotos/GettyImages

Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather sparar ekki yfirlýsingar sínar fyrir bardaga sinn gegn Ricky Hatton í næsta mánuði. Hann segist vera besti hnefaleikari sögunnar - betri en Mohammad Ali.

Mayweather hefur aldrei verið í vandræðum með að tjá sig og nú er hann farinn að herða kjaftbrúkið fyrir bardaga ársins í Las Vegas þann 8. desember.

Mayweather er ósigraður líkt og breskur andstæðingur hans og hann er ekki í vafa um eigið ágæti frekar en fyrri daginn.

"Ég gæti hætt í dag og kallast besti hnefaleikari sögunnar. Ég ber virðingu fyrir því sem menn eins og (Sugar Ray) Robinson og Ali gerðu fyrir íþróttina - en núna er minn tími og ég er bestur," sagði Mayweather.

Bardagi þeirra Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn 8. desember. 

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×