Heilsufar er málið - ekki holdafar Jón Kaldal skrifar 27. nóvember 2007 00:33 Rétt eins og aðrir Vesturlandabúar hafa Íslendingar vaxið hratt á þverveginn undanfarna áratugi. Nú er svo komið að meirihluti fullorðinna landsmanna þykir of þungur, og það sem er öllu alvarlegra, börn eru sífellt að verða feitari og feitari. Þessi þyngdaraukning þjóðarinnar hefur bein áhrif á heilsu hennar og fjárhag. Í báðum tilfellum eru þau slæm. Þyngdin ein segir þó ekki alla söguna. Í nýútkominni bók sinni Holdafar færir Tinna Laufey Ásgeirsdóttur hagfræðingur rök fyrir því að ef landsmenn halda áfram að bæta á sig kílóum geti það kostað þjóðarbúið frá tveimur til fjögurra milljarða í aukin útgjöld í heilbrigðiskerfinu árlega. Þetta eru hinar þungu fjárhagslegu afleiðingar; mun þyngri eru skert lífsgæði og ótímabær dauði þeirra sem eru alltof feitir. Nú eru það hreint ekki ný fræði að of mörg aukakíló eru engum heilsusamleg; ætli tilkomumikil ístra hafi ekki hætt að vera tákn um velmegun og ríkidæmi fyrir hartnær einni öld. Hitt er mun nýrri uppfinning að til sé algildur mælikvarði sem heitir kjörþyngd (reiknuð út eftir kyni, hæð og aldri) og fólk eigi að berjast við að ná henni með öllum tiltækum ráðum. Í langflestum tilfellum er þyngdartap baráttumálið, hvort sem leiðin kallast megrun eða eitthvað annað. Í þessari miklu rörsýn á þyngd einstaklinga vill alltof oft gleymast að það sem skiptir lykilmáli er ekki holdafar viðkomandi heldur heilsufar. Og það kann ef til vill að hljóma undarlega, en þetta tvennt þarf alls ekki að fara saman. Staðreyndirnar sýna að feitt fólk sem hreyfir sig reglulega lifir lengur en grannt kyrrsetufólk. Vissulega munu þeir sem eru of þungir, reykja, næra sig á ruslfæði og sitja í sófanum fyrir framan sjónvarpið öll kvöld kveðja þetta jarðlíf snemma. En þeir sem eru of þungir, en stunda reglulega hreyfingu, borða hollan mat og eru reyklausir, eiga fyllilega jafn mikla möguleika á löngu lífi og hinir sem hafa tileinkað sér svipaðan lífsstíl en eru án aukakílóanna. Þeir með aukabyrðarnar setja sig fyrst í aukna hættu þegar þeir fara að berjast við að koma sér í vísitölukjörþyngdina með megrunum sem langoftast hafa í för með sér sveiflur í líkamsþyngd og það er vont fyrir heilsuna. Í bók sinni bendir Tinna á að inngrip hins opinbera til að hafa áhrif á vaxtarlag landsmanna séu vandasöm. Aukin skattheimta á sykraðar vörur myndi til dæmis litlu breyta eins og sést sjálfsagt best á því að gosdrykkjaþamb er óvíða meira en hér þrátt fyrir hátt verð. Tinna segir réttilega að heilbrigðisyfirvöld verði fyrst og fremst að beina kröftum sínum að börnum. Mikilvægt er að það sé gert á réttum forsendum. Hvað börn vega mörg kíló á vigtinni og stuðlar um kjörþyngd mega alls ekki vera ráðandi í því starfi. Þegar upp er staðið skipta frávik um nokkur stig þar mun minna máli en heilbrigður lífsstíll með fjölbreyttu fæði og hreyfingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Rétt eins og aðrir Vesturlandabúar hafa Íslendingar vaxið hratt á þverveginn undanfarna áratugi. Nú er svo komið að meirihluti fullorðinna landsmanna þykir of þungur, og það sem er öllu alvarlegra, börn eru sífellt að verða feitari og feitari. Þessi þyngdaraukning þjóðarinnar hefur bein áhrif á heilsu hennar og fjárhag. Í báðum tilfellum eru þau slæm. Þyngdin ein segir þó ekki alla söguna. Í nýútkominni bók sinni Holdafar færir Tinna Laufey Ásgeirsdóttur hagfræðingur rök fyrir því að ef landsmenn halda áfram að bæta á sig kílóum geti það kostað þjóðarbúið frá tveimur til fjögurra milljarða í aukin útgjöld í heilbrigðiskerfinu árlega. Þetta eru hinar þungu fjárhagslegu afleiðingar; mun þyngri eru skert lífsgæði og ótímabær dauði þeirra sem eru alltof feitir. Nú eru það hreint ekki ný fræði að of mörg aukakíló eru engum heilsusamleg; ætli tilkomumikil ístra hafi ekki hætt að vera tákn um velmegun og ríkidæmi fyrir hartnær einni öld. Hitt er mun nýrri uppfinning að til sé algildur mælikvarði sem heitir kjörþyngd (reiknuð út eftir kyni, hæð og aldri) og fólk eigi að berjast við að ná henni með öllum tiltækum ráðum. Í langflestum tilfellum er þyngdartap baráttumálið, hvort sem leiðin kallast megrun eða eitthvað annað. Í þessari miklu rörsýn á þyngd einstaklinga vill alltof oft gleymast að það sem skiptir lykilmáli er ekki holdafar viðkomandi heldur heilsufar. Og það kann ef til vill að hljóma undarlega, en þetta tvennt þarf alls ekki að fara saman. Staðreyndirnar sýna að feitt fólk sem hreyfir sig reglulega lifir lengur en grannt kyrrsetufólk. Vissulega munu þeir sem eru of þungir, reykja, næra sig á ruslfæði og sitja í sófanum fyrir framan sjónvarpið öll kvöld kveðja þetta jarðlíf snemma. En þeir sem eru of þungir, en stunda reglulega hreyfingu, borða hollan mat og eru reyklausir, eiga fyllilega jafn mikla möguleika á löngu lífi og hinir sem hafa tileinkað sér svipaðan lífsstíl en eru án aukakílóanna. Þeir með aukabyrðarnar setja sig fyrst í aukna hættu þegar þeir fara að berjast við að koma sér í vísitölukjörþyngdina með megrunum sem langoftast hafa í för með sér sveiflur í líkamsþyngd og það er vont fyrir heilsuna. Í bók sinni bendir Tinna á að inngrip hins opinbera til að hafa áhrif á vaxtarlag landsmanna séu vandasöm. Aukin skattheimta á sykraðar vörur myndi til dæmis litlu breyta eins og sést sjálfsagt best á því að gosdrykkjaþamb er óvíða meira en hér þrátt fyrir hátt verð. Tinna segir réttilega að heilbrigðisyfirvöld verði fyrst og fremst að beina kröftum sínum að börnum. Mikilvægt er að það sé gert á réttum forsendum. Hvað börn vega mörg kíló á vigtinni og stuðlar um kjörþyngd mega alls ekki vera ráðandi í því starfi. Þegar upp er staðið skipta frávik um nokkur stig þar mun minna máli en heilbrigður lífsstíll með fjölbreyttu fæði og hreyfingu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun