Til varnar kristnum gildum 4. desember 2007 14:08 Samfélagið hefur logað í umræðum síðustu daga um kristin gildi. Þetta hefur verið þörf og góð umræða. Hér takast á trúleysingjar og trúaðir, fríkirkjumenn og þjóðkirkjumenn, lúterskir og liðsmenn annarra trúarbragða. Gott og vel. Á að úthýsa klerkum þjóðkirkjunnar úr skólum landsins? Á að breiða yfir kristileg gildi sem eru víða sýnileg í samfélaginu? Á að fella guð út úr sjálfum þjóðsöngnum. Hér er vert að staldra við. Umburðarlyndi er gott og gilt, sömuleiðis víðsýni og væntumþykja fyrir ólíkum skoðunum, en umburðarlyndið má ekki fletja út samfélagsgerðina. Við erum það sem við vorum. Við höfum búið við tiltölulega frjálslynd trúarbrögð um aldir. Þau hafa mótað alla innri gerð þjóðlífsins. Sú mótun hefur tekið marga mannsaldra. Hún hefur kennt okkur hver við erum. Samfélagið er byggt á kristnum gildum, kristinni sýn, kristinni sögu. Við getum ekki þóst vera önnur en við erum. Við hegðum okkur, meðvitað og ómeðvitað, eftir fastmótuðum venjum sem eru meira og minna byggðar á kristnum leikreglum. Umburðarlyndi fyrir margs konar trúarbrögðum er sjálfgefið. Kristnin er hins vegar svo samofin venjum okkar og siðum að það væri hreinn og klár flótti frá samfélagsgerð okkar að strika yfir hana si sona. Við getum það ekki. Og ég held við viljum það ekki. Hávaðasamir minnihlutahópar eru hverju samfélagi mikilvægir. Þeir hrista upp í umræðunni, eru mikilvirk áminning um að lýðræðis- og siðferðumræða verður að vera opin og breið. Ég ætla aftur á móti ekki að slökkva á siðvenjum mínum til að geðjast umræðunni um trúlaust samfélag. Ég get það ekki. Og held að trúleysingjarnir geti það ekki heldur. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Samfélagið hefur logað í umræðum síðustu daga um kristin gildi. Þetta hefur verið þörf og góð umræða. Hér takast á trúleysingjar og trúaðir, fríkirkjumenn og þjóðkirkjumenn, lúterskir og liðsmenn annarra trúarbragða. Gott og vel. Á að úthýsa klerkum þjóðkirkjunnar úr skólum landsins? Á að breiða yfir kristileg gildi sem eru víða sýnileg í samfélaginu? Á að fella guð út úr sjálfum þjóðsöngnum. Hér er vert að staldra við. Umburðarlyndi er gott og gilt, sömuleiðis víðsýni og væntumþykja fyrir ólíkum skoðunum, en umburðarlyndið má ekki fletja út samfélagsgerðina. Við erum það sem við vorum. Við höfum búið við tiltölulega frjálslynd trúarbrögð um aldir. Þau hafa mótað alla innri gerð þjóðlífsins. Sú mótun hefur tekið marga mannsaldra. Hún hefur kennt okkur hver við erum. Samfélagið er byggt á kristnum gildum, kristinni sýn, kristinni sögu. Við getum ekki þóst vera önnur en við erum. Við hegðum okkur, meðvitað og ómeðvitað, eftir fastmótuðum venjum sem eru meira og minna byggðar á kristnum leikreglum. Umburðarlyndi fyrir margs konar trúarbrögðum er sjálfgefið. Kristnin er hins vegar svo samofin venjum okkar og siðum að það væri hreinn og klár flótti frá samfélagsgerð okkar að strika yfir hana si sona. Við getum það ekki. Og ég held við viljum það ekki. Hávaðasamir minnihlutahópar eru hverju samfélagi mikilvægir. Þeir hrista upp í umræðunni, eru mikilvirk áminning um að lýðræðis- og siðferðumræða verður að vera opin og breið. Ég ætla aftur á móti ekki að slökkva á siðvenjum mínum til að geðjast umræðunni um trúlaust samfélag. Ég get það ekki. Og held að trúleysingjarnir geti það ekki heldur. -SER.