Handbolti

Fram hafði betur í toppslagnum

Jóhann Gunnar Einarsson
Jóhann Gunnar Einarsson Mynd/Vilhelm

Fram vann í kvöld nauman 29-28 sigur á HK í uppgjöri tveggja af toppliðunum í N1 deild karla í handbolta. Úrslitin þýða að liðin eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka en eiga bæði leik til góða á toppliðið.

Nánari umfjöllun um leik Fram og HK kemur hér á Vísi eldsnemma í fyrramálið en hér fyrir neðan má sjá tölfræði leiksins.

Fram – HK 29-28 (13-16)

Mörk Fram: Einar Ingi Hrafnsson 7 (7), Halldór Jóhann Sigfússon 5/2 (11/2), Filip Kliszczyk 5 (12), Jóhann Gunnar Einarsson 5/2 (15/3), Rúnar Kárason 4 (7), Hjörtur Hinriksson 2 (2), Jón Þorbjörn Jóhannsson 1 (1), Guðjón Finnur Drengsson (1).

Mörk HK: Augustas Strazdas 7 (9/1), Tomas Eitutis 6 (10), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (9), Gunnar Steinn Jónsson 3/2 (4/3), Árni Björn Þórarinsson 2 (4), Ragnar Hjaltested 2 (5), Sergei Petraytis 1 (2), Arnar Þór Sæþórsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×